Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 254
Silja Aðalsteinsdóttir
sem enginn skuggi fellur á, svo að ekki er hægt að setja hann niður á
siðferðisstig eins og aðra dauðlega.
(2) I fyrri sögunni er gestminn Amgrímur freistari, hann kennir Nonna
að leika á flautu og segir honum frá þessu með fiskana og drengurinn trúir
honum nógu vel til að vilja reyna. í seinni sögunni er það líka gestur
(mannsbaninn undir dulnefni) sem segir bræðrunum frá óviðjafhanlegu
útsýni ofan af fjallinu og þeir verða að sjá það líka.
En ekki er hægt að segja að þessir menn séu illir, ekki einu sinni
morðinginn, og yfirleitt er ekki neitt í sögum Nonna sem kalla má illt, eða
hið illa. Allir menn eru góðir og enginn ormiu' í paradís hans. En eitthvað
verður samt að koma atburðarás af stað, og það sem kemur Nonna í
vanda er ímyndunarafl hans og ævintýraþrá. Ef hún væri ekki fyrir hendi
væru engar sögur, og það er hálf-öfugsnúið að vera sífellt að afsaka og fá
fyrirgefhingu fyrir þessa frumforsendu bókanna. Lausn vandans er oftast
svipuð og hjá Emil í Kattholti: Nonni gerir ekki sömu vitleysuna nema einu
sinni. Boðskapurinn sýnist mér hins vegar vera svipaður og í Rauðhettu:
Það er áhættuminnst að halda sig á stígnum og rétt að gera eins og
mamma segir. En ef maður vill endilega tína blómin utan hans verðm
maður að vera búinn við hinu versta.
(3) En hið versta gerist auðvitað ekki, því yfir Nonna vakir almáttugur
guð og virðist hafa fátt annað að sýsla en hlusta á hann. Guð hans er
miskunnsamur en kröfuharður faðir sem skiptir sér af öllu og útdeihr
refsingu og umbtm. Stundmn verðin þessi guð alger patentlausn — hann er
meira að segja vekjaraklukka: Hvemig eigum við að fara að því að vakna
nógu snemma? spyr Manni, og svarar sér sjálfur:
„Heyrðu, ég ætla að biðja guð um það, áður en ég sofna í kvöld, að
senda engil til að vekja okkur."
„Heldurðu, að guð vilji gera það fyrir okkur?" [spyr Nonni]
„Já, því ekki það? [ansar Manni] Hann getur allt. Hún mamma hefur
svo oft sagt, að ef við biðjum guð um eitthvað, þá geri hann það.“
Það er ekki amalegt að hafa slíkan þjón. En þetta takmarkalausa
trúnaðartraust er í raun og veru óvirðing við þann guð sem Nonni trúir á,
býður heim freistingunni að kenna honum um það sem miður fer.
(4) Það er í spumingunni um þjáninguna sem munurinn á Nonna og
nýju höfundunum kemur skýrast fram. Því þjáningin er algerlega bæld í
Nonnabókuntnn, þar er allt í öruggum faðmi drottins. Að vísu finnur Nonni
til ótta. Hann er hræddur mn líf sitt í lítilli bátkænu á hraðri leið út á opið
Atlantshaf fyrir sterkmn straumum útfallsins. En þá er að friða guð með
stórum loforðum, og þeir bræðm- heita því að verða trúboðar þegar þeir
verði stórir, ef þeir bjargist úr þessmn nauðvun. Guð tekur loforðið gilt og
252