Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 98
Clarence Edvin Glad
rétt þess að vera opinskár í gagnrýni sinni á aðra.134 Ástæða hörku Páls er
óhlýðni sumra í Korintuborg. Að mati Páls er harka nauðsynleg vegna
óhlýðni Korintumanna og myndugleiki hans leiðir til uppbyggingar, en ekki
til niðurbrots (13.9-10). Eins og í 1 Korintubréfi 4.18-21 veigrar Páll sér
því ekki við því að hóta Korintumönnum enn meiri hörku.135 En í stað þess
að beina hinum „vitru” á rétta braut með því að láta þá skammast sín
fyrir breytni sína, hryggði harka Páls þá. Páll er sakaður um að „brjóta
niður” aðra með hörku sinni!136 Ekki er ósennilegt að sú ásökun sé til
komin vegna gagnrýni Páls á hina vitru.137 Jafnvel þessi orðnotktm á
seinni stigum deiltmnar sýnir, að hin sálfræðilega merking í 1. Korintubréfi
8 er hklegri en hin „eskatólógíska”!138
Hið sama má segja um notkun þessara orða á 2. öld e.Kr. Það er
athygli vert hversu samofin hin apókalýptíska vídd er hinni siðferðilegu
merkingu orðanna á-rróAÁupi/voa og aáifoo í sumum heimsslitaritum.
Þetta á til dæmis við um ritið Hirðir Hermasar sem er apókalýptískt rit frá
miðri 2. öld e.Kr. og notar oft orðin áTTÓÁÁupi/vai og acó£co. I ljósi þessa,
og að Páll vísar til handan-heims veruleika til að túlka veruleika þessa
heims, er ekki hægt að útiloka apókalýptíska vídd í umfjöllun Páls. En
ástæða þess að 1. Korintubréf 8 skírskotar ekki að öðru leyti til endis
tímanna er sú, að umræða Páls snýst tun hina „óstyrku.” Þegar fyrmefhd
orð eru notuð í apókalýptískri merkingu, eins og til dæmis í Hirði
Hermasar, er ekki fjallað um „glötun” hinna „óstyrku” sérstaklega, heldur
glötnn hinna „illu” og „syndsamlegu” og þeirra er snúa baki við kristinni
trú. Meðal alþýðuheimspekinga er fjölluðu um framfor ólíkra manngerða og
neikvæð áhrif á þroska þeirra var aftur á móti sérstaklega fjallað um
„glöttrn” hinna óstyrku og veiklyndu!139
134 Sjá notkun orðsins TTappTioía í 2. Kor 7.4 („Mikla djörfung hef ég gagnvart
yður . . .”) og David E. Fredrickson, „Paul's Bold Speech in the Argument
of 2 Cor. 2:14-7:16,” Ph.D. Diss., Yale University, 1990.
I®5 2. Kor 13.2, „Næsta sinn, sem ég kem, mun ég ekki hlífa neinurn”! 13.10,
„Þess vegna rita ég þetta fjarverandi, til þess að ég þurfi ekki, þegar ég er
kominn, að beita hörku, samkvæmt því valdi, sem Drottinn hefur gefið
mér. Það er til uppbyggingar, en ekki til niðurbrots.” í 2. Kor 1.23 segir
Páll að það sé af hlífð við Korintumenn að hann hafi ekki komið til
Korintu.
13® Sjá sér í lagi 2. Kor 13.9-10, „Það er til uppbyggingar, en ekki til
niðurbrots.”
Páll notar andstæðuna „að bijóta niður” og „byggja upp” í 2. Kor 10.3-6, 8;
13.9-10; og 12.19.
138 gjá bls. 81-84 hér að framan.
139 það er athyglisvert að líta á þróun þessara hugmynda í frumkristni þar
sem augljóslega má sjá spennu í þeim félagslegu aðstæðum þar sem menn
leggja mat á, dæma, og Jrelsa eða eyða” hverjir aðra. Sjá Jakobs bréf 4.12,
96