Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 202
Jón G. Friðjónsson
II. Einstök orð
Að langmestu leyti var kristilegt orðfæri á elsta skeiði af norrænum rótum
rumiið. íslendingar brugðust með myndarlegum hætti við þeirri ílóðbylgju
erlendra orða sem óhjákvæmilega var samfara því er kristinn dómur var
klæddur í íslenskan búning.5 Innlend orð fengu nýja merkingu, t.d. biðja e-s
var notuð í samböndmn eins og biðja til Guðs og biðjast fyrir (Njála) og hið
foma samband gefa e-ð af sbr. afgift, breyttist í fyrirgefa (Flat, Barl, Njála)
og fyrirláta (Bárð) í kristinni merkingu „perdonare.“ Erlend orð vom tekin
upp og aðlöguð íslensku, t.d. biskup, prestur, djákni, kirkja, klaustur og
dómsdagur (Heil II, 320). Af síðastnefnda orðinu er elsta afbrigðið
dómadagur (Barl 34, 35, 38) og sér þess enn stað í nútímamáli, t.d. í
samsetningunni dómadags vitleysa.e í öðram tilvikum vora erlend orð þýdd
lið fyrir lið, t.d. samviska (lat. conscientia). Einnig era þess mörg dæmi að
erlendum tökuorðum hefur verið breytt með hliðsjón af íslenskum líkingum.
Þannig á lo. forhertur sér erlendar rætur og vísar til þess er menn herða
hjarta sitt eða „forherða sitt hjarta" (2. Mós 7, 3 (GÞ)) fyrir náð Guðs. Úr
Biblíu Odds Gottskálkssonar eru kunn afbrigðin forharnaður (fomt; Matt
13, 15 (OG)) og forharðaður (Post 28, 27 (OG)). í sömu merkingu er notað
lýsingarorðið forstokkaður [forstokkaður blindleiki (1576)] (þ. vorstocket)
sem vísar til þess er menn sýna stífni, era ósveigjanlegir sem stokkur eða
staur. Eins og kunnugt er eru bæði þessi lýsingarorð, forstokkaður og
forhertur, notuð enn þann dag í dag með vísan til samviskuleysis eða þess
er einhver er forfallinn eða langt leiddur, t.d. í spillingu, en í sömu
merkingu er kunnugt lo. harðsvíraður sem er frá 16. öld en á sér trúlega
fomar rætur. Úr fomu máh er kunnugt orðatiltækið beygja hálsinn fyrir e-m
(Flat III, 462) og einnig afbrigðið beygja svíra á e-m (Flat IV, 227; Knjdl
158) og má ætla að þar sé að finna sömu líkingu og liggur að baki
lýsingarorðinu harðsvíraður (Post 7 (OG)) sem notað er í sömu merkingu og
forstokkaður, forhertur. Af slíkum dæmum og mörgum öðram hhðstæðum
má ætla að oft hafi hið erlenda verið þýtt lið fyrir hð eftir merkingu og
koma þá fram ýmsir möguleikar, t.d. forhertur, forstokkaður, stokkhálsaður
(Form Róm (OG)). Síðar kemur fram nýtt orð sem á sér stoð í fomri líkingu.
Það era svo málnotendur í aldanna rás, sem skera úr um það hver
afbrigðanna ná að lifa og öðlast þegnrétt í málinu. Eitt þeirra orða sem
reyndist lífVænlegt er lo. harðsvíraður en það á sér annars vegar rætur í
kirkjumáli og sækir hins vegar líkingu sína í fomt mál. Auðvelt er að tína
® JHelg: Handritaspjall 16.
® Af dómsdegi eru einnig kunnar ýmsar umritanir, t.d. efsti dagur (Heil II,
372) og ysti dagur, sbr. enn fremur hefndardagur (Barl 37) í merkingunni
„síðasti dagur“.
200