Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 182
Gunnar Stefánsson
tilefni var Davíð Stefánsson, aldraóur maður og hæruhvítur, virt þjóðskáld.
Þar var einnig vinur hans, tónskáldið og orgelsnilhngurinn Páll ísólfsson.
Þessir tveir listamenn höfðu lengi átt samleið og lagt saman krafta sína í
orðum og tómun. Páll segir svo frá: „Að hátíðahöldunmn loknmn höfðmn
við samflot um Skagaijörð og þá var hann alveg eins og í gamla daga,
kátur og fjörugur og lék á als oddi. Og þegar við skildum við Héraðsvötn,
skáluðum við og ég sagði við hann: „Nú skulum við skála, Davíð minn, því
ekki er víst hvenær við hittumst aftur. Við hittumst ekki aftur í þessu hfi”* 2
För Davíðs heim að Hólum í ágúst 1963 var ein síðasta ferð hans út
fyxir sitt heimahérað. Hálfú ári síðar var hann allur. En Hólastaður og saga
hans hafði lengi verið skáldinu hugleikin, eins og vænta mátti af
Norðlendingi sem lét sér annt um sögulegar erfðir. í Skagafirði dvaldist
hann tíðrnn ungur, hjá frændfólki sínu á Hraunum í Fljótum3, og þá hafa
spor hans vafalaust stundum legið að Hólum. Þeim stað er svo mikil saga
tengd að ekki gat hjá því farið að hún yrði skáldi eins og Davíð Stefánssyni
yrkisefhi. í þriðju ljóðabók hans, Kveðjum, er að finna ljóð um hinn brokk-
genga Hólabiskup Sturlungaaldar, Guðmvmd Arason sem nefndur var hinn
góði. Kvæðið er lagt í mmm þeim förulýð sem Guðmundur biskup tók undir
sinn vemdarvæng, hann er fyrirsvarsmaður smælingjanna gegn valds-
mönnum. Og hinir útskúfuðu ávarpa biskup:
En höfóingjanur safna saman liði
og brýna vopn sín móti þér og þínum,
setjast um staðinn, saurga kirkju þína,
kvelja þína veiku vesalinga,
hneykslast á því, efhaltur fórumaður
reynir að verjast vopnum þeirra og hnefum
með hækju sinni, og eins efblindur biður
um líkn og náð.
Og lokaorð kvæðisins eru þessi:
Allar sorgir eru þínar sotgir.
Allar kvalir eru þínar kvalir.
Allar bænir eru þínar bænir.
Þú ert góður.
^ Matthías Johannessen: í dag skein sól. M. J. ræðir við Pál ísólfsson.
Reykjavík,1964, bls. 87.
3 Sjá Einar B. Guðmundsson frá Hraunum: „Nokkrir æviþættir“. Skáldið frá
Fagraskógi. Endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson.
Reykjavík, 1965, bls. 51-70.
180