Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 279
Ljós og litir í Alsnjóa
eðli felst allt í orðvuium: lífið og dauðann, kulda og hita), í ljósi lita, (þ.e. í
Kristi, synimun). Hún fæðir hið jarðneska í Kristi, syni sínum.
Sonurinn er af holdi Maríu og tók þaðan líkamlegt eðli. Kristur er
borinn. „Meðan ég er í heimimun, er ég ljós heimsins” (Jóh. 9,5).
Hugrenningatengslin milli fyrri helftar lokaerindis Alsnjóa og síðari
helftar eru svo þéttofin að lesandi má hafa sig allan við að rekja vísanimar
er liggja í efninu og miðla sterkmn áhrifum erindisins. En myndvísi og
rökvísi skáldsins haldast í hendur á snilldarlegan hátt. í þriðja erindinu
færðumst við úr Gamla testamentinu í Nýja testamentið án þess að
nokkur bláþráður væri greinanlegur.
Þessi síðasti lestur lokahendinganna varpar ljósi á merkingarþrungið
tal ljóðmælandans við móður jörð í ljóðlínunni á undan, 2. línu erindisins:
aumingja jörð með þungan kross. Þó að skilja megi orðalagið þungan kross
sem böl móður eða jarðar (sbr. bölvun Guðs) á fyrri sviðum kvæðisins,
leikur varla vafi á, með hhðsjón af Kristslíkingunni í lokahendingunum, að
nú sé átt við kross Krists. Vegna vísana erindisins til Maríu er bæði höfðað
til þeirrar þjáningar sem krossdauði sonarins olli henni en jafnframt er
athyglinni beint að krossfestingunni sem sögulegri staðreynd. Jörðin er
með þungan kross. Hvaða þungi er á krossinum? Ég hygg að í þessu fehst
tilvísun til Krists sjálfis sem þunga Maríu. Það er sonur hennar, sem á
krossinn er festur. Hann er þvmgi þess kross sem jörðin ber uppi á
Golgatahæð.33
Þá eru lokahendingamar lesnar aftur. Nú merkir so. að bera að halda
(e-u) uppi. Jörðin ber sig, það allt, hið jarðneska eðli í Kristi. Jörðin heldur
uppi hkama Krists á krossinum.
Um leið og vísað er til píslardauða Krists birtist teikn krossins í
byggingu kvæðisins. Nú verður að hafa í huga hið merkilega tvísæi
kvæðisins sem fólgið er í sjónrænni byggingu þess eins og lýst var hér að
framan. Tvö sjónarhom, innra og ytra, hafa verið að verki samtímis.
Innbyggð vísun kvæðisins beinir innri sýn okkar sífellt innar í hugskot
skáldsins, en frá upphafi kvæðisins til loka höfum við jafnframt verið á
ferðalagi á ytra borði þess, m.ö.o. séð utan frá, og getum, að ferð lokinni,
greint ytri byggingu kvæðisins í teikni. Ef við nú á þessum bláenda ytra
ferðalags, héma megin við blæjuna, horfum upp frá jörðinni þar sem við
33 Ef til vill eru tengsl milli þessarar „djvip”-vísunar Jónasar og Passíusálms
37,6: „María, drottins móðir kær,/ merkir guðs kristni sanna,/ undir
krossinum oftast nær/ angur og sorg má kanna:” Þetta er ein af fjölmörgum
allegórískum samlíkingum sem Jakob Jónsson bendir á í áður tilvitnuðum
bókarkafla, Samlíkingar í Passíusálmunum, bls. 71.
277