Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 282
Svava Jakobsdóttir
í upphafi, eðlilegur hluti endurskins á raunsæju yfirborði? Eilífur snjór. . .
skín, þ.e.a.s. eintómt skin, stóð í upphafserindinu. Og eilífur snjór jafngildir
nú eilífu lífi. Hugtakið eilífur merkir þá ekki eintómur, skinið gengur upp í
eilííð sem er heilög. Tákngildi endurskinsins er heilagt skin krossins sem
ríkir yfir hvítri mynd kvæðisins og „allt það” sem hún merkir. Heilagt er
skinið sem skín í augu hans hvert sem litið er, út eða suður, vestur eða
austur og himinninn uppi yfir honum eins og steind hvelfing glóandi í
friðarbogans fjölbreytilegu litum er geisli Guðs skín í gegn og dreifist yfir
gjörvalla jörð. Það er skin hins heilaga kross, sigurtákn upprisunnar, sem
skín í huga ljóðmælanda þar sem upphaflega skein í augu ofbirta
tómleikans. Hreinn dauði reynist vera eilíft líf. Kristur er upprisinn.
Sigur lífsins yfir dauðanum er boðskapur Alsnjóa. Einstaklingurinn og
hvítur snjór hafa, í rás kvæðisins, hvort um sig lokið ferð frá dauða til lífs,
jörðin árshring sínum og maðurinn ævinni. Handan blæjmmar er eilíft líf,
Guðs ríki, og þá munum við sjá augliti til auglitis (1. Kor. 13,13). Náttúru-
fræðingurinn, guðfræðingurinn og skáldið eru einhuga í boðskap sínum.
Allt er vitnisburður um Guðs návist í öllu og eilíflega, þessa heims og
annars. Merking lokahendinganna er nú öndverð við þá sem var í upphafi:
sumar er komið eftir vetur, himinn og jörð eru endumýjuð; hiti guðs heilaga
anda í stað dauðans kulda, og upprisa mannsins og eilíft líf.
Hingað hefur Jónas leitt okkm- eftir krókastigum allegórískrar sam-
líkingar. Sameining hins sýnilega og ósýnilega heims var sýnd og sönnuð á
öllum merkingarsviðum kvæðisins með einni og sömu hendingu. Allt
gerðist samtímis. Tíminn þurrkaðist út án þess að skáldið viki staf eða
greinarmerki. í því sem var fólst það sem verða mun. Samtími var eilífð en
á því áttar lesandi sig ekki meðan það er. Tómið sem við okkur blasti fyrir
upphaf kvæðisins reynist blekking; dauðinn er ekki. Eilífðin tæmdist ekki
né fór hún burt. Það vorum við sem fórum út.
Svo sannarlega hefur „hin hvíta myndin skipt sér niðm- í litmyndir" í
Alsnjóa. Jónas hefur raðað þeim hverri á bak annarri, og gætt þær æ
víðtækari og dýpri merkingu af einstakri rúmskyggni. Og í lokin hefiir hann
gildi þeirra upp á æðsta svið með persónulegu trúartákni.
Umhverfið hefur tekið stakkaskiptum. Allt er nýtt. Jörðin er aftur
orðin að Paradís. Og hvemig á að lýsa henni? Sjálfur á Jónas gullinn sjóð
tákna til að lýsa trúarveröld sinni þar sem einkagoðsögn hans rúmast
einnig. Sumargleði og gróður foldar öðlast guðdómlegan blæ og inntak.
Ylurinn er kærleiksríkur andi Guðs föður, andvarinn mildi hans og gæska.
Guðfögur er sólin og blessuð jörðin skrúðbúin eins og á efsta degi og ekkert
að sjá nema dýrleg litaskiptin; himneskir eru þessir blómsturvellir. . . eins
280