Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 160
Gunnar Kristjánsson
Séra Jón á Bægisá
Sögusviðið er prestssetrið Bægisá í Öxnadal fyrir tæpum tveim öldum, á
almanakinu stendur 1805 og við lítið borð situr skáldpresturinn Jón
Þorláksson, nýorðinn sextugur. Fimmtán ára þýðingarvinnu er lokið og
hann er þegar ókrýndur konungur skáldanna hér á landi.
Vart er hægt að hugsa sér ólíkari aðstæður en þessara tveggja skálda,
Miltons og séra Jóns. Skáldið á Bægisá sinnti lítið um stefnur og strauma í
þjóðmálum hérlendis eða utanlands. Hann bjó við fásinni sveitalífsins í
afskekktum byggðum allt sitt líf. Atök og sviptingar skorti þó ekki í
einkalífi hans. Þegar á allt er litið hlýtur maður að undrast það þrekvirki
sem unnið var við slíkar aðstæður. Fræg og hugljúf er lýsing enska
ferðamannsins Ebeneser Hendersons sem kom að Bægisá í elli séra Jóns
árið 1814 með þeim séra Hallgrími á Steinsstöðum og séra Jóni í
Auðbrekku. Hann lýsir þeirri heimsókn meðal annars með þessum orðmn:
Eins og flestir stéttarbræðra hans á þessum tíma árs var hann (i.e. síra
Jón) úti á engjum að hjálpa fólki sínu við lieyskapinn. Þegar hann fékk
að vita um komu okkar, kom hann heim með öllum þeim flýti, sem aldur
hans og fotlun leyfðu [hann var dálítið haltur eftir fótbrot]. Bauð hann
okkur velkomna í sín fátæklegu húsakynni og fór með okkur inn í stofu
þá, þar sem hann hafði þýtt kvæði landa míns á íslenzku. Dyrnar voru
ekki full fjögur fet á hæð, og herbergið hefir líklega verið um átta fet á
lengd og sex á breidd. Við innri gaflinn er rúm skáldsins og alveg frammi
við dyrnar, uppi við vegginn, hjá litlum glugga, ekki yflr tvö ferfet, er
borð, þar sem hann festir kvæði sín á pappírinn.3
Jón var prestssonur, fæddist fyrir 250 árum, 13. des. árið 1744, og fetaði í
sömu slóð og faðirinn. Hann fékk prestsembætti 1768 en missti kallið
tveimur árum síðar vegna bameignar með Jórunni Brjmjólfsdóttur í
Fagradal en faðir stúlkunnar meinaði þeim að eigast. Jón fékk uppreisn
æm að tveim ámm liðnum og fékk Stað í Grunnavík um haustið það ár,
Gille: Longman Companion to English Literature. Suffolk 1977. Watson
Kirkconnell: Awake the Courteous Echo. The Themes and Prosody of
Comus, Lycidas and Paradise Regained in World Literature with Trans-
lations of the Major Analogues. Toronto 1973. Robert M. Lumiansky and
Herschel Baker (Ed.): Critical Approaches to Six Major English Works.
Beowulf through Paradise Lost. Philadelpliia 1968. Milton, Poetical Works.
Ed. by Douglas Bush, Oxford, New York 1990 (12. prentun). John Otten-
hoff: „God, the flesh, the devil: Why Paradise Lost matters.“ The Christian
Century. 19/1993, bls. 638-643.
® Ebeneser Henderson: Iceland or the Journal of a Residence in the Island
during the Years 1814 and 1815. Abr. from the second Edinbourg ed. 1831.
Sigurður Stefánsson, vígslubiskup: Jón Þorláksson, þjóðskáld Islendinga.
Æfisaga. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1963, bls. 249.
158