Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 277
Ljós og litir í Alsnjóa
verður ekki umflúinn. Þessar staðreyndir eru þegar komnar fram á
raunsviði kvæðisins, með vísun í regnbogaliti Newtons.29
í samtvinmm hins vísindalega og trúarlega felst sá mikilvægi boð-
skapur að jörðin sé hrein (óflekkuð) og svo hafi verió frá upphafi. í
vísuninni til friðarboga Gamla testamentisins getur því ekki fahst sér-
tækur boðskapur mn að bölvun sé aflétt af „fallinni" jörð; sáttmálsboginn
er almennt teikn um tilvist Guðs og miskunnsemi. Skáldið sameinar
vísindalegan og trúarlegan skilning í sama trúartákni. Með því að svipta
það sögulegmn grunni gefur Jónas því óendanlega vítt inntak. Jörðin er í
upphaflegu, náttúrulegu eðli, eins og liún hefur alltaf verið, og hefur þá
ætíð og jafnframt borið guðdómlegri sköpun vitni. Að mati Jónasar var
Sköpimarsaga Biblíunnar skáldleg og háleit „hugmynd”, sbr. ritgerð hans
Um eðli og uppruna jarðarinnar. I Alsnjóa birtist okkur heims- og trúar-
skoðun Jónasar. Upphaf alls er Guð, eins og Jónas segir í ritgerð sinni, og
jörðin býr í heiðri undir fannblæju vetrar, en orðalagið „heiður síns
upphaflega eðlis” notar Jónas í sömu ritgerð um þá sem voru gæddir
guðdómsins veru30. Það er þá kannski réttlætanlegt að bæta enn einni
merkingu í orðið blæja; hún er orðin að fargi þeirra kenninga og fordóma
sem á jörðinni hvfldu.
Og vitanlega rúmar litróf Newtons, ljós lit(a), „það allt”. Yfir höfði
ljóðmælandans, Adams, í Alsnjóa hafa friðarins litir raðað sér í boga á
himinhvolfinu og tákna sátt Guðs við báða útlagana, mann og jörð. Sólin
er „guðfögur”, jörð er ekki flekkuð af synd og dauða, heldur hrein eins og
eilífðin, himinn og jörð glóandi í htum; sköpunarverkið aht er guðlegs eðhs
og birtir Jofun" um framvindu lífs á jörðu. Ef við berum síðan þessa mynd
saman við upphafserindið þar sem hið hreina skin eilífðar táknaði
guðlausa tilveru, fer ekki mihi mála að myndin hefur hverfst í andstæðu
sína. Miskvmnsemi Guðs fyllir tómið.
Eilíft skin
Fullyrðingin, Dauðinn er hreinn stendur ein eftir af fyrri liðum hinnar
allegórísku hkingar Alsnjóa. Hvítur snjór táknar allt sem á jörðu er og htir
stafa af jarðnesku eðli. Lýsingarorðið hvítur hefur öðlast merkingima
^ Raunar lagði Jónas út af 1. Mósebók 8,22 í áramótaræðu sinni árið 1829.
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ljóð og lausamál, Ræða við áramót. I.
bindi, bls. 340-43. Fróðlegt er að lesa Alsnjóa með hliðsjón af ræðunni.
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Um eðli og uppruna jarðarinnar. Náttúran
og landið, III. bindi, bls. 10-11 og bls. 14.
275