Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 88
Clarence Edvin Glad
þennan mismun og vara sig á því að tilraun þeirra til að reyna að
sannfæra hina óstyrku leiði ekki til þess að þeir „glatist.” Páll dregur ekki
í efa réttmæti ályktunar hinna vitru, heldim varar hann þá við að réttur
þeirra til að neyta fómarkjöts verði ekki hinmn óstyrku að ásteytingarefni.
Páll útfærir hugsun sína nánar með því að vísa til hegðunar hinna
vitru er þeir átu í matarsölum goðahofa. Þó svo að Páll segi okkur ekki
hvers vegna hinir vitm neyti fómarkjöts, þá em flestir þeir sem hafa
skrifað um þennan texta nokkuð vissir í sinni sök í þessu efni. Okkur er
því sagt, og það með réttu að mínu viti, að eitt af höfuðatriðunum í
gagnrýni Páls sé hrokafull afstaða hinna vitm og þeirra sem betur mega
sín gagnvart öðmm innan safnaðarins. En ég hlýt að gera fyrirvara á
ályktun flestra ritskýrenda mn að stærilæti vegna vitsmmialegra yfirbm-ða
þýði ávallt að viðkomandi sé afskiptalaus gagnvart öðrum.98 Þó að það sé
auðvitað ekki hægt að útiloka að hinir vitm hafi notað kennsluaðferð sína
sem yfirvarp og til réttlætingar á algjöm frelsi til athafna hallast ég fremur
að erfiðari skýringunni, þ.e.a.s. að hinir vitm neyttu fórnarkjöts bæði
vegna áherslu þeirra á frelsi til athafna og vegna hugsanlegra áhrifa á
hina veiklyndu. Þá má ekki gleyma því að á dögum Páls postula var oft
höfðað til vitsmunalegra yfirburða til að undirstrika félagslega 3érstöðu í
samfélagi þar sem dyggðir og lestir em mikilvæg hugtök til skilgreiningar á
rétti og skyldum þjóðfélagsþegna. Þá var oft vísað til vitsmunalegra
yfirburða til áréttingar á leiðtogahæfileikvun og þetta atriði var, eins og við
höfiun séð, eitt þeirra sem Páll og hinir vitm deildu mn.
Osamræmið sem virðist vera milli neikvæðs viðhorfs hinna vitm og
tilraunar þeirra til leiðbeiningar hinum óstyrku er því villandi, bæði fyrir
nútíma ritskýrendur og samtíðarmenn Páls. Það er einmitt þetta
ósamræmi sem Stóumenn vom gagnrýndir fyrir. Þrátt fyrir nauðhyggju og
oft hrokafulla afstöðu til annarra áttu Stóumenn það sammerkt með
öðmm heimspekiskólum og trúarreglum að vinna að því að bæta mann-
fólkið og auka mannkosti þess. Umbim og refsing, lof og last, vom því ekki
og Gal 4.8-10). Sjá 1. Þess 1.9-10 „. . . og hvernig þér sneruð yður til Guðs
frá skurðgoðum, til þess að þjóna lifandi og sönnum Guði, og væntið nú
sonar hans frá himnum, sem hann vakti upp frá dauðum, Jesú, er frelsar
oss frá hinni komandi reiði.” Þekkingin í 1. Kor 8.1 og 4 tengist þannig
„orði krossins” og hinni kristnu predikun (sbr. 1.18-23).
Þetta er afstaða allra fræðimanna sem ég er kunnugur. Sjá til dæmis R.
Horsley, „'How can some of you say that there is no resurrection of the
dead?'” NovT 20 (1978), bls. 216-23; og idem, „PNEUMATIKOS vs.
PSYCHIKOS: Distinctions of Spiritual Status Among the Corinthians,”
HTR 69 (1976), bls. 278 og 287; P. Marshall, Enmity in Corinth (Tubingen:
Mohr (Siebeck), 1987), bls. 182-94; D. W. Kuck, Judgment and Community
Conflict (Leiden: E. J. Brill, 1992), bls. 190, 214, 218.
86