Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 264
Svava Jakobsdóttir
En hann er ekki aðeins á leið út. Hann fer út og austur. Höfuðáttirnar
ijórar og orðalagið út og austur er greinileg vísun til Adams. I allegórísku
táknmáli trúarrita var naín Adams fólgið í höfuðáttunum fjórum. „Hvaðan
tók Adam nafn?” er spurt í Elucidarius I og svar Magisters er á þessa leið:
„Af fjórum áttum heims, það er austur og vestur, norður og suður, en að
grikksku máli kallast Anathole, Disis, Arctos, Mesembria, það er sem
griplur hendi til nafns Adams.”10 Þegar Adam og Eva fóru brott úr Paradís
var þeim vísað út í austurátt, sbr. 1. Mósebók 3,24: „{Jahve Guð}. . .setti
kerúbana fyrir austan Eden-garð. . .”
Ljóðmælandinn, ég-persónan, setur sig í spor Adams. Hið almenna
varpar ljósi á hið einstaka. Innsti kjami Alsnjóa er einkaleg frásögn, enda
er gildi kvæðisins fólgið í tilfinningu þess, en hún er að sínu leyti sögð á
allegórísku máli með flókmnn umritunum og fjölda vísana. Þannig hefur
Jónas persónulega frásögn sína í goðsögulegar og trúarsögulegar víddir.
Um leið og Adam birtist í fyrsta erindinu skynjum við það inntak eilífðar
sem er horfið. Upphaf sköpunarsögu Biblíunnar var ómerkjanlega hðið hjá
eins og eilífðin sjálf; endurskinið er ekki nema endurskin af ólýsanlegum
bjartleik Guðs, sem fyllti tómið og skapaði Paradís, jörðina með upphaf-
legt, guðdómlegt eðli, og setti þar manninn, sem var samvistum við Guð
sinn, augliti til auglitis. Ekki var hægt að höndla þetta í tíma; atburða-
rásin, sagan, hefst ekki fyrr en það er endanlega liðið tmdir lok, synd og
dauði hafa gerbreytt eðli sköpimarverksins alls. Adam er á leið út á „lága”
jörð. Einstaklingurinn brýnir sig til hreysti á því augnabliki er hann gerir
sér grein fyrir því að hann er sviptur návist við Guð föður, og þá, á þeirri
stundu, fær umhverfið þann blæ, sem blasir við í upphafi, er tilveran
virðist guðlaus og dauðinn hreinn (absolut). Jónas beitir þessu sem
táknmáh líkt og í Grasaferð; umhverfið speglar andlegt ástand manns sem
er í útlegð frá Guði. Þetta er táknmál í kvæðinu, ekki trú eða lífsskoðun
skáldsins.
Með hliðsjón af tilvísuninni í syndafallssöguna virðist því útlegð
einstakhngsins, ég-persónu kvæðisins, vofa yfir. Innri hreyfing frásagnar-
innar sýnir ótvírætt samhengi milli ég-frásagnar kvæðisins og orðanna
einstaklingur í 1. erindi og hjartavörður í 2. erindi. Einn og samur maður
eru þeir, allir þrír, en orðin búa yfir sértækri merkingu eftir aðstæðmn
ljóðmælandans „ég”, eins og síðar verður komið að, þó að skáldlegar
umritanir gæði þau jafnframt almennri skírskotun.
Elucidarius I, bls. 56.
262