Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 21
Með öfugurn formerkjum
Ekki get ég verið sammála þeirri skoðun að verið sé að skopstæla
uppreisn Lúsífers.* 5 Aðeins er um að ræða vísun til hennar. Og eftir situr
sterk mynd. Cara de Angel tók aldrei völdin í neðra. Hann sat þar einn og
yíirgeíinn og var aðeins númer. Númer sautján.
Ef Cara de Angel er hinn fallni engill, hvað skal þá segja um forsetann?
Bent hefur verið á, að hann sé nánast tákngerving hins illa og með honum
sé snúið við hugmyndinni mn algóðan guð. Forsetinn sé eiginlega guð hins
illa.6 Vissulega er hann alvaldur. En fleira rennir stoðum undir þessa
tilgátu. Þegar forsetinn kallar Cara de Angel á sinn fund til að biðja hann
um að fara til Washington fyrir sig, verður Cara de Angel fyrir undarlegri
sýn meðan á heimsókn hans stendur. Hann sér maya-quiché guðinn Tohil
sem er guð regns og um leið „eldgjafmn“ (sbr. eldingima). Tohil krefst
mannfóma og ættbálkamir dansa og biðja hann um að láta dauðann lifa
áfram, og Tohil segir: „Þá er ég ánægður [. . .] Og ætla að byggja vald mitt
á mönnum sem veiða aðra menn“ (bls. 368).7 Á þessu sama byggir
forsetinn vald sitt og er samsvörunin milli hans og guðsins Tohil augljós.
Og eins og ættbálkamir dansa í tilbeiðslu á guðinum, dansa þegnamir í
óttablandinni tilbeiðslu á honum.
Forsetinn er burðarás verksins, öxullinn sem allt annað snýst um, og
refsar hann þeim sem ekki hlýða. Sjálfur er hann haldinn ótta, eins og
þegnamir, og ofsóknarhijálæði. Hvert smáatvik túlkar hann sem tilræði við
sig. Þegar ritara hans verður á að velta um koll blekbyttu, lætur hann
berja manninn til óbóta. Einnig nýtur hann þess að niðurlægja aðra. í
forsetaveislu lokar hann sig inni í herbergi með konum en vísar eigin-
mönnum þeirra á dyr. Og fær skáld (vitaskuld hefur hann á sínum
snærum skáld) til að lesa upp úr ljóðaljóðumnn, sem við þessar aðstæður
fá nokkuð aðra merkingu en þau venjulega hafa í hugum manna. Verða
eins konar öfugmæh.
Forsetinn héldist ekki í sessi nema af því að hann hefur til þess
óvirkan stuðning þegnanna. Og raunar tæpir hann á þessu atriði við Cara -
de Angel:
„Þarna sérðu, Miguel, ég verð að gera allt sjálfur, hugsa fyrir öllu, af því
það liefur fallið í minn klut að stjórna viljalausri hjörð“. (bls. 363)
® Sjá Donald L. Shaw, Nueva Narrativa Hispanoamericana, Madrid 1983, bls.
74.
® Sama rit, bls. 74.
7
Eg breyti setningunni til samræmis við frumtextann. Vísað er til þessara
orða Jesú, en merkingu þeirra snúið við: Komið og fylgið mér, og mun ég
gera yður að mannaveiðurum (Matteus 4:19).
19