Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 24
Alfrún Gunnlaugsdóttir
„Láttu honum verða það dýrt hvemig hann vanrækti okkur, sonur minn“
(bls. 5). Vanræksla Pedro var í því fólgin að hann bað aldrei konu sína um
að snúa aftur, eftir að hann hafði hvatt hana til að fara og heimsækja
systur sína í Colima. Hann var líka búinn að hafa það gott af henni sem
hann vildi, tældi hana til að giftast sér til að þurfa ekki að borga henni
skuldir, og fékk í kaupbæti landareign hennar.
Juan Preciado ætlaði sér ekki að efna loforðið við móðurina, en drífur
sig svo af stað „þegar draumamir vöknuðu innra með mér“ (hls. 5), enda
hafði móðirin lýst fyrir honum Comala sem unaðsreit:
Fagurt útsýni opnast yfir græna sléttu, sem er örlítið gulnuð af
þroskuðum maís. (bls. 6)
Þarna rekstu á unaðsreitinn minn [. . .] Þorpið mitt gnæfir yfir sléttuna.
Fullt af trjám og laufi. (bls. 59)
Þessar lýsingar og fleiri af sama toga stangast illilega á við þann stað sem
Juan Preciado kemur til. Hann hittir á leið sinni mann að nafni Abundio
sem kveðst einnig vera sonur Pedro Páramo, en Pedro sé fyrir löngu dáinn.
Aður en þeir skiljast ráðleggur hann Juan að leita fyrir sér um gistingu í
Comala hjá konu einni, Eduviges Dyada. Kynleg auðn ríkir kringum
Comala og enn kynlegri er þögnin í þorpinu sjálfu. Samt finnst Juan sem
hann heyri raddir, að vísu aðeins innra með sér. Honum tekst að hafa uppi
á Eduviges Dyada, en ýmislegt af því sem hún segir fær hann til að halda
að hún sé ekki með öllum mjalla. Meðal annars fræðir hún hann á því að
Abundio hafi verið vita heymarlaus og auk þess sé hann dáinn. Síðar hittir
Juan aðra konu, Damiana, sem talar um Eduviges á þann hátt að ætla
má að hún sé einnig í tölu dauðra: „Vesalings Eduviges. Hún hlýtur að
eigra um enn í sinni kvöl“ (bls. 34). Síðar kemur í ljós að Eduviges hafði
svipt sig lífi, og systir hennar María reynt að fá séra Rentería til að syngja
yfir henni sálumessu, en hann neitað þar sem peningar lágu ekki á lausu.
Juan Preciado líður æ verr vegna raddanna eða muldursins sem hann
heyrir og auk heldm' finnst honum loftið vera kæfandi. Að lokum er honum
boðið inn í hús þar sem hann hittir fyrir tvær mannverur. Eitt af því fyrsta
sem hann spyr er hvort þær séu ekki dauðar. I ljós kemur að um er að
ræða systkin sem lifa í blóðskömm. Bróðirinn heitir Donis en systirin er
nafnlaus. Hún upplýsir Juan mn að hún lifi í synd og hið sama gildi um
aðra í þorpinu: „Enginn okkar sem enn lifum fmnur náð fyrir aughti guðs“
(bls. 52). Þó er vandséð að hún viti nokkuð um aðra þar sem hún kveðst
aldrei fara úr húsi. Juan Preciado leggst við hhðina á henni: „Líkami
konunnar var gerður úr mold, moldarskorpu sem molnaði“ (hls. 58). Samt
er konan furðanlega lifandi, að minnsta kosti sefur hún og það korrar í
henni. Juan heldm- að hann sé að kafna, æðir burt og kemst út á torg. Þar
22