Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 260
Svava Jakobsdóttir
ljóðmælum Jónasar sem Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason
önnuðust er kvæðið þó birt eins og það er í skrifbók Jónasar. Sú gerð hefur
jafnan verið lögð til grundvallar síðari prentunum uns svo bregður við að
JS-gerðin er prentuð í Ritverkum Jónasar Hallgrímssonar 1989.7 Hér að
ofan er kvæðið birt í KG-gerð.8
Mér virðast ritskýrendur almennt sammála um að skilja 1. línu mið-
erindis í KG-gerð, dauðinn er hreinn og hvítur snjór, sem eina aðalsetningu.
Þá tengist orðið hreinn einvörðungu orðinu snjór í merkingunni óskítugur, ef
til vill nýfallinn, svo að snjórinn, hreinn og hvítur, verður einrætt tákn
dauðan3 eða myndhverfing hans, þ.e. að dauðinn sé snjór. Ljóðhnan í JS-
gerð hefur lítið verið til umræðu. Hún hefur verið talin einfold samhking,
sömu merkingar, eða hafhað með öhu.9
Ég tel hins vegar að JS-gerð geti. verið vísbending mn hvemig bygging
KG-gerðar er hugsuð. Við lestur kvæðisins hef ég komist að þeirri
niðurstöðu að umrædd ljóðlína í KG-gerð, Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
sé byggð upp af tveim aðalsetningum og okkur beri að lesa hana sem slíka
með þeirri hrynjandi sem skáldið velrn- kvæðinu öllu. Fyrri aðalsetningin,
Dauðinn er hreinn, er sjálfstæð en hin síðari, og livítur snjór, ósjálfstæð
aðalsetning þar sem áhrifslausa sögnin, er, er undanskilin. Ég hygg því að
báðar gerðir eiginhandarrits merki nákvæmlega hið sama, hvort sem lesið
er hvítur snjór (KG) eða hvítur er snjór (JS). Ég tel ennfremur að orðið
hreinn sem á einvörðungu við dauðann á þessu fyrsta stigi kvæðislesturs
beri að skUja í merkingunni tær (ómengaðnr, absolut). Síðar mun koma í
ljós að leikni Jónasar við að beita orðunum hreinn og hvítur eftir sam-
hengi efhisins er hluti af galdri kvæðisins.
^ Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ljóð og lausamúl. I. bindi, bls. 195-6.
® Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti. Einar Ól. Sveinsson og
Ólafur Halldórsson sáu um útgáfuna. Handritastofnun Islands 1965, bls.
171. I fyrstu prentun, Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og
K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Kaupmannahöfn 1847, er greinar-
merkjum örlítið breytt.
® Um Alsnjóa hafa fjallað: Sigurður Nordal, Alsnjóa. Fáeinar athugasemdir
um lítið kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Nýtt Helgafell II, 4, 1957. Tryggvi
Gíslason, Hjartavörður Jónasar Hallgrímssonar, Fáeinar athugasemdir um
kvæðið Alsnjóa. Skírnir. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, Reykjavík
1969, bls. 64-79; Sveinn Skorri Höskuldsson, Ljóðarabb V. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík 1989 (pr. útvarpserindi frá 24. október 1986 -
23. janúar 1987), bls. 37-46; Páll Valsson, Alsnjóa. Lesbók Morgunblaðsins
29.8. 1987. Matthías Johannessen, Um Jónas. Bókmenntafélagið Hring-
skuggar, Reykjavík 1993. Heildartúlkun hefur verið mismunandi, en
Sigurður Nordal og Matthías Johannessen skynja hinn kristna boðskap í
kvæðinu. Margræðni allegóríunnar veldur því hins vegar að samanburður
við fyrri túlkanir er óraunhæfur.
258