Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 273
Ljós og litir í Alsnjóa
einni skoðun til annairar háleitari”.23 í fyrstu birtist raunsæ náttúru-
fræðileg lýsing, síðan allegórískt trúartákn, þá hið æðsta merkingarsvið
kvæðisins sem lýkur á trúarsýn skáldsins sjálfs í háleitu lokatákni. Allar
mótsagnir eyðast. Og von hins hjartahreina manns lætur ekki til skammar
verða (Róm. 5,5).
Hér á eftir mun ég leitast við að gera grein fyrir óHkum lestri loka-
hendinganna og hugmyndasögulegum bakgrunni þar sem þess gerist þörf
efnisins vegna.
Eins og minnst var á hér að framan tengjast hugtökin skin (ljós) og
hvítur snjór. í náttúrufræðilegum skilningi er endurvarp af hvítum snjónum
sjálfgefið. Ljósið er því ekki alveg tært. Endurskinið er hvítt liós. En
orðalagið í Ijósi lita gerir ráð fyrir fleiri htum, sé orðið lita lesið sem ef. ft.
af no. htur. Hvar eru þá litimir? Þeir eru í hvítu ljósi. Hér gerir Jónas ráð
fyrir að lesandinn kannist við kenningu Newtons um ljósið. Með frægri
tilraun sýndi Newton fram á að ljós væri samsetning allra hta. Hvítt liós er
htrófið, samsetning allra fjölbreytilegustu lita.24 Með því að nota orðalagið
eða fyrirbærið .fivítt ljós” sem tákngildi allra regnbogans hta, eða jafhgildi
þeirra, sýnir Jónas Jífið” og „hita” síðustu ljóðlímmnar í kvæðinu sjálfú;
þau eru virk í stað þess að standa sem almenn hugtök utan þess sem óljós
fyrirheit.
A náttúrufræðilegum forsendum mun ég lesa lokahendingamar svo:
Aht ber það sig, bfið og dauðann, kulda og hita, í ljósi hta.
Líkt og í miðerindinu er sögn með afturbeygða fomafninu sig látin
jafhgilda miðmyndarmerkingu sagnarinnar. Sögnin að bera merkir að
fæða. Þá er lesið: allt fæðir sig, hfið og dauðann, kulda og hita, í ljósi lita,
m.ö.o.: allt fæðist í ljósi hta. Orðalagið í ljósi hta vísar til htrófs Newtons
og orðið lita er því ef. ft. af litur. Niðurstaðan er: það fæðist allt í ljósi
litanna.
Ljósið er í forgrunni í þessum lestri. Sóhn brýst fram úr textanum en
samtímis lifnar náttúran öll því að ljóðhendingamar má líka lesa svo:
(Jörðin) ber sig (að) lita allt, (lífið og dauðann, kulda og hita) í ljósi. Orðið
lita er þá lesið sem sagnorð (nh-merki undanskihð) og sögnin að bera er
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, Náttúran og landið, III. bindi, Um eðli og
uppruna jarðarinnar, bls. 14.
Ég þakka bróður mínum, dr. Þór Jakobssyni, veðurfræðingi, fyrir aðstoð við
eðlisfræðilega greiningu á orðalaginu í Ijósi lita.
271