Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 80
Clarence Edvin Glad
tiltekna „vináttu,” þ.e.a.s. „vináttu” vemdara og skjólstæðinga þeirra.68
Bæði verndarar og skjólstæðingar þeirra höfðu all vel afmarkaðar
(óskráðar) skyldur.69 Ef skjólstæðingar tækju „laun” lijá vemdurum þá
fylgdu því ákveðnar kvaðir.70 Vemdarar áttu til dæmis kröfu á hendur
skjólstæðingum sínum að þeir gæfu eftir tíma sinn. Slík viðvera í húsi
vemdara hefði hindrað Pál í því að gefa sig óskiptan að hugðarefni sínu,
þ.e. boðun fangaðarerindisins um Krist til sem flestra (eða „fjöldans”/
„lýðsins”). Að mínu mati má finna nána hliðstæðu á 1. Kor 9 í riti
Lúkíanosar frá Samósato, Vörn fynr 'Um launaða stöðu í heldri manna
húsum'. í riti sínu Um launaða stöðu í heldri manna húsum kallaði
Lúkíanos „vináttu” skjólstæðings við verndara sinn ákveðna tegund
þrældóms og smjaðurs. Honum er kappsmál að frelsa alla undan
þrældómsoki skjólstæðingsins.71 Síðar, er Lúkíanos tók við borgaralegu
embætti í Egyptalandi, var hann gagnrýndur fyrir tvískinnungshátt, því að
í hinni nýju stöðu var hann í raun múlbundinn þræll keisarans. í vöm
sinni dregur Lúkíanos fram annars vegar muninn á þræli vemdara og
þræli keisara hins vegar. Sá fyrri hugsar um eigin hag en hinn fær borgað
fyrir þjónustu sína við borgara ríkisins og nýlendna þess.72 A svipaðan
hátt haínar Páll algjörri kröfu vemdara sinna í Korintu í ljósi þjónustu og
skuldbindinga hans við fjöldann á grundvelli þeirra kvaða er fagnaðar-
erindið setur honrnn.73
6® P. A. Brunt, „'Amicitia' in the late Roman Republic,” PCPhS n.s. 11
(1965), bls. 1-20.
6® P. White, „Amicitia and the Profession of Poetry,” JRS 68 (1978), bls. 80-
82.
70 Um ólíkar skoðanir fræðimanna varðandi „laun” skjólstæðinga, sjá P.
White, „Amicitia and the Profession of Poetry,” Journal of Roman Studies
68 (1978), bls. 86-92; R. P. Saller, Personal Patronage under the Early
Empire. Cambridge: Cambridge University Press, 1982, bls. 28.
Um launaða stöðu í heldri manna húsum 1, 4-6 og 19-20.
Vörn fyrir 'Um launaða stöðu í heldri manna húsum' 9-12.
7^ Páll vill vera sjálfum sér nógur til að geta þjónað sem flestum! Andstætt
almennri málnotkun notar Páll orðið KepSaívco í jákvæðri merkingu í 1. Kor
9.19-23. Að öðru jöfnu er orðið notað í andstæðri merkingu við ocótjco,
þ.e.a.s. að afla (einhvers) fyrir sjálfan sig (sjá t.d. F. Decleva Caizzi (ed.),
Antisthenis fragmenta (Milan, 1966), handritabrot 14 og 15; og Ep. Diog.
29.1-3 (126,1-28 Malherbe). Sennilegast er, að í huga Páls var árangur í
starfi nátengdur eigin örlögum, og því honum í hag ef vel tækist til. Páll
notar einnig orðið KepSaívco í Fil 3.7-9 um að „ávinna Krist” (sjá einnig 1.
Pét 3.1). Eftir sjálfslýsinguna í 1. Kor 9.19-23 notar Páll íþrótta-sam-
líkinguna til að árétta nauðsyn þjálfunar og seiglu til að ná árangri í starfi
(1. Kor 9.24-27). Sjá H. Funke, „Antisthenes bei Paulus,” Hermes 98 (1970),
bls. 459-71. A. J. Malherbe telur að skýra megi röksemdafærslu Páls í 8. og
9. kafla 1. Kor án þess að styðast við tilgátuna um samband skjólstæðinga
og verndara. Hugmyndir Páls um frjálsan vilja og skyldukvöð (sbr. 9.16-18)
78