Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 29
Með öfugurn formerkjum
að því djöfullegur. Ágimd og valdafíkn blinduðu hann, en óhæfuverk sín
fremur hann aftur á móti í nafni ástarinnar, sem auðvitað er
öfugsnúningur. Hann óttast að það kunni að koma að því að hann verði
látinn gjalda fyrir það sem hann gerði og er einn þeirra fáu sem gengst við
syndum sínum. Þetta er einmana valdhafi sem aldrei nær til annarra, og
þá ekki einu konunnar sem hann elskaði. En var það ást? Er hægt að gefa
tilfinningum hans það nafn? Miklu fremur er um áráttu að ræða og inni í
henni lokast hann. Eins og í vítahring. Súsana San Juan var fyrir honmn
mestan hluta ævinnar draumur og von, og þótt hún dæi hélt hann áfram
að vona og láta sig dreyma. Á eintali við sjálfan sig.
Súsana San Juan talaði einnig við sjálfa sig, að minnsta kosti eftir að
hún flutti til Pedro Páramo. Eins og Pedro beinir máli sínu til hennar,
beinir hún ekki ósjaldan máh sínu til Florencio. Ekki verður annað séð en
hún sé haldin svipaðri áráttu og Pedro og lendi sömuleiðis í vítahring. Þess
vegna er tæpast imnt að tala mn ást hennar sem jákvæðan sigur. Ást
hennar er einhliða líkt og ást Pedro, og er hún því einnig á valdi
einsemdar. Pedro og Súsana eru að þessu leyti hliðstæð og varpa ljósi
hvort á annað.
Juan Preciado átti sér líka von og drauma, eða eins og hann segir
sjálfur: „Þannig spannst heill heimur kringum vonina sem var maður að
nafni Pedro Páramo“ (bls. 5). En vonin sú leiðir hann á vit einsemdar í
orðsins fyllstu merkingu, þagnarinnar í Comala. Á vit dauðans.
Dorótea lét sig dreyma um að eignast barn, en það eignaðist hún
aldrei. Hún sætti sig ekki við það og gekk alltaf mn með stranga eða
böggul í fanginu, líkt og hann væri bamið hennar. Bamið var hennar von
og vonbrigði.
Eduviges Dyada eignaðist hins vegar böm með mörgum mönnrnn, gaf
allt sem hún átti en fékk ekkert í staðinn. Og svipti sig lífi. Séra Rentería
átelm- hana fyrir að hafa unnið á móti vilja Guðs og neitar að syngja yfir
henni sálmnessu, þótt ástæðan fyrir því sé af jarðneskari toga. Og ekki vill
hann veita Doróteu syndaaflausn fyrir að hafa útvegað Miguel, syni Pedro,
stúlkur til að gamna sér við. Þegar séra Rentería gengur svo til skrifta hjá
öðram presti, fær hann ekki aflausn sinna synda.
Syndir persónanna era margar og margvíslegar, sumar harla „sak-
lausar“. Þó lúrir sektin og syndin í Comala, nokkurs konar samsekt. En
hver er hún? Eins og gerðist með þegna forsetans í verki Asturias, láta
íbúar Comala flest yfir sig ganga og hreyfa ekki mótbáram. Þeir ætluðu sér
aldrei að óhlýðnast Pedro, sorgarhátíðin snerist óvart upp í „fiesta“.
Draumar og vonir villa rnn fyrir þeim, enda reynist hvoratveggja tálsýn.
27