Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 61
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
sjálfumglöðu „vitru” má greina átök um sérstöðu innan safnaðarins í
Korintu. Páll gagnrýnir mælikvarða hinna „vitru” á eiginleika hins
ákjósanlegasta leiðtoga og kennsluaðferðir þeirra. Deilan snerist run tilkall
til hlutverks leiðtoga og um það hveijir gætu lagt mat á leiðtogahæfileika
annarra.11 A þessum tíma var réttur til leiðsagnar ekki meðfæddur eða
tengdur tilteknu embætti, heldur þm-ftu menn að ávinna sér rétt til slíkrar
sérstöðu, eins og Max Weber og aðrir bæði fyrir og eftir hans dag hafa lagt
áherslu á.12 „Viska” var talin nauðsynlegur þáttur slíkrar sérstöðu. Vitur
maðim hafði áunnið sér rétt til leiðsagnar.
Fræðimenn hafa gert þeim hluta deilnanna er lúta að leiðtoga-eiginleikum
góð skil, en hafa síður fjallað um aðferðir leiðbeiningar og kennslu. Það
hefur ekki afgerandi áhrif á tilgátu rnína hverjir andstæðingar Páls voru.
Hér nægir að nefna helstu skoðanir fræðimanna: 1. Menn er tengdust
Pétri og söfnuðinum í Jerúsalem; 2. Þeir er fylgdu Apollós að málum og
voru svipaðrar skoðunar og Fílon frá Alexandríu; 3. Menn er kynnst höfðu
grískum launhelgum áður en þeir snerust til kristinnar trúar. Þá er
algengt að auðkenna andstæðinga Páls sem „Gyðinga,” „heiðingja,” lög-
hyggjumenn eða „frjálslynda and löghyggjumenn.” Með samanburðarefni
leita menn helst fanga í hugmyndum „gnósta,” í grískum launhelgum, í
hellenískum Gyðingdómi, eða grískri heimspeki og alþýðutrú. Þá eru fræði-
menn heldur ekki sammála um hvort hinir svonefndu „andans menn” (oi
TTVEupQTiKoí) og „hinir vitru” (oi ooqsoi) í 1. Kor séu í Korintu þegar 2. Kor
er skrifað, eða hvort tilefni gagnrýni Páls sé algjörlega nýtt með tilkomu
hinna svonefndu „falspostula” (sbr. 2. Kor 11.4-5, 12-15). Varðandi ólíkar
tilgátur fræðimanna um þessi efni, eru eftirfarandi rit mikilvæg: F. C.
Baur, „Die Christuspartei in der korinthischen Gemeinde, der Gegensatz
des paulinischen und petrinischen Christentums in der áltesten Kirche,
der Apostle Petrus in Rom,” Tiibinger Zeitschrift filr Theologie 4 (1831), bls.
61-206; W. Lutgert, Freiheitspredigt und Schwarmgeister in Korinth, BFCT
12, vol. 3; Gutersloh: C. Bertelsmann, 1908; J. Weiss, Der erste Korinther-
brief (MeyerK 5; 9th ed.; Göttingen, 1910), bls. xvii-xix; 73-75; R. Reitzen-
stein, Die hellenistischen Mysterienreligionen (Teubner, 1927); E. Káse-
mann, „Die Legitimitát des Apostles. Eine Untersuchung zu II Korinther
10-13," ZNW 41 (1941), 33-71; J. Dupont, Gnosis. La Connaissance reli-
gieuse dans les épitres de saint Paul. Paris, 1949; D. Georgi, Die Gegner des
Paulus im 2 Korintherbrief: Studien zur Religiösen Propaganda in der
Spatantike\ WMANT 11; Neukirchen-Vluyn: Neukircliener Verlag, 1964
(Ensk þýðing: The Opponents of Paul in Second Corinthians. Philadelphia:
Fortress Press, 1986); D. W. Oostendorp, Another Jesus. A Gospel of Jewish
Christian Superiority in II Corinthians (Kampen, 1967); W. Schmithals, Die
Gnosis in Korinth. Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 1969 (3); M.
Winter, Pneumatiker und Psychiker in Korinth. Marburg: N. G. Elwert,
1975; C. K. Barrett, Essays on Paul (Philadelphia: The Westminster Press,
1982), bls. 1-27, 28-39, og 60-86; Ralph P. Martin, „The Opponents of Paul
in 2 Corinthians: An Old Issue Revisited,” í G. F. Hawthorne with O. Bets
(eds.), Tradition and Interpretation in the New Testament. Essays in Honor
of E. Earle Ellis (W. B. Eerdmans, 1987), bls. 279-289; og J. L. Summey,
Identifying Paul's Opponents. The Question of Method in 2 Corinthians.
JSNTSS 40; Shefíield: JSOT Press, 1990.
12
Sjá R. Bendix, „Umbildungen des Persönlichen Charismas. Eine Anwend-
ung von Max Webers Charismabegriff auf das Frúhchristentum,” í W.
59