Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 101
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
sagði í túlkmi sinni á mikilvægi hins jarðneska Jesú, sem Krists og sonar
Guðs. Þá er einnig mjög erfitt að horfa fram hjá því að væntingin um endi
aldanna mótaði lífsskilning og jafnvel samfélagsgerð safnaða í frum-
kristni.144 Tilgátu mína má því ekki skilja sem svo, að hún gangi í berhögg
við þá útbreiddu skoðun að Páll nýti sér apókalýptísk minni í 1. Korintu-
bréfi; henni er eingöngu beint gegn algengmn fylgifiski slíkra yfirgrips-
mikilla kenninga er þvingar öll atriði textans til samræmis við tilgátuna og
hindrar þannig eðlilega ritskýringu.145 Eg hafna einnig þeirri aðferðafræði
er telur að tiltekið bókmenntaform sé einkennandi fyrir hugstm eða jafnvel
hugmyndaheim viðkomandi höfundar. Shk aðferðafræði kemur í veg fyrir
eðlilega ritskýringu með því að höggva á tengsl textans við félagslegan
veruleika höfundar og viðtakenda hans, eins og gerist hjá ritskýrendmn
sem einfaldlega apa hveijir upp eftir öðrum, að orðin „að frelsa” og „að
glatast” haíi apókalýptíska skírskotun í 1. Korintubréfi 8 og 9.
En er hægt að útiloka hina apókalýptísku skírskotun orðsins
cnróXXuvai í 1. Korintubréfi 8.11 í ljósi þess að Páll notar orðið í shkri
merkingu annars staðar í bréfinu og í ljósi þess að heimsslitahugmyndir
eru hluti af „heims-mynd" hans?146 Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að
PáU noti sömu orð í áþekkri merkingu aUs staðar í sama bréfi. Og þó svo
að Páll noti heimsshta- og dómsdagsminni í 1. Korintubréfi, þá eru aU
skörp skil á miUi umfjöllunar um hin óhku efni sem hann leitast við að
svara í bréfinu, og þetta á einnig við mn kafla 8.1-11.1. Við verðum því að
taka mið af nánasta samhengi textans og því efhi sem til umíjöllunar er
hveiju sinni. Það ræður síðan ákvörðun okkar á samanburðarefni. Þannig
er 8. - 10. kafli 1. Korintubréfs ekki apókalýptískt bókmenntaform heldur
hluti afbréfi Páls varðandi atriði er snertu daglegt hf kristna safhaðarins í
Korintu.147
444 W. A. Meeks, „Social Functions of Apocalyptic Language in Pauline
Christianity,” í Apocalypticism in the Mediterranean World and the Near
East (ritstj. D. Hellholm), bls. 685-703.
44^ Páll notar apókalýptískt minni með skírskotun til komandi dóms Guðs til
að hafa áhrif á mannlega breytni í 1. Kor 3.8, 12-15, 17, og 4.5, og einnig í
6.12-20. Þá er upprisan, og væntingar henni tengdar, síðasta „sönnun”
Páls fyrir samheldni (15.1-57). Sjá nmgr. 32, hér að framan.
146 gg nota orðið „heims-mynd” fyrir „symbolic universe.” Um notkun þessa
hugtaks, sjá Peter Berger og Thomas Luckmann, The Social Construction
of Reality: A Treatise in the Sociology of Knouiledge. Garden City, NY:
Doubleday, 1967.
447 Helstu málsvarar þessarar stefnu eru sér rnjög meðvitandi um þörfina á
aðgætni við að álykta um bókmenntaform á grundvelli ákveðinna orða
einvörðungu. Viss fjöldi annarra sameiginlegra einkenna verða að vera til
staðar áður en rit getur flokkast sem apókalýptískt rit.
99