Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 62
Clarence Edvin Glad
Skírskotun til deilu Páls og hinna „vitru” má sjá af eftirfarandi
fullyrðingiun: „En mér er það fyrir minnstu að verða [metinn] af yður eða af
mannlegu dómþingi” og „Þetta er vöm mín gagnvart þeim, sem dæma mn
mig” (4.3; 9.3). Hið sama má segja um eftirfarandi íullyrðingar Páls: „vér
höfum huga Krists” og „ég þykist og hafa anda Guðs” (2.16; 7.40), ásamt
staðhæfmgunni í 2.13: „Enda tölum vér það ekki með orðum, sem
mannlegur vísdómur kennir, heldrn- með orðum, sem andinn kennir, og
útlistum andleg efni á andlegan hátt.”13 Slík tilvísun til guðlegs innsæis og
leiðsagnar andans var notuð á dögiun Páls til að leggja áherslu á að við-
komandi væri óháður öðrum um tilsögn og hefði tilkall til að gegna
hlutverki leiðtoga. Þá hefur ftillyrðingin: „Enda tölum vér með orðum sem
andinn kennir” (a xai XaXoutaev . . . év SiSoktoT^ TTVEÚnaTos) sambærilega
notkun og orðið GeoSÍSoktoi („þeir sem notið hafa leiðsagnar Guðs”) sem
Páll notar í 1. Þessalomkubréfi og orðinu aÚToSíSaKToi („hinir sjálf—
menntuðu”) sem Páll notar ekki, en bæði voru þessi orð algeng í umræðu
manna um siðferðilegan og trúarlegan þroska.14
í beinu framhaldi af ofangreindri staðhæfingu segir: „En hinn andlegi
dæmir um allt, en um hann sjálfan verður ekki dæmt af neinum.”15 Þessi
setning lýsir vel þankagangi hinna vitru og tilkalli þeirra til hlutverks
leiðtoga og afneitun á leiðsögn annarra. Hinir vitru höfðu að eigin mati
Schliichter, ed., Max Webers Sicht des antiken Christentums (Frankfurt,
1985), bls. 404-43; T. Baumeister, „Ordnungsdenken und charismatische
Geisterfahrung in der Alten Kirche,” RQ 73 (1978), bls. 137-51; J. Pitt-
Rivers, „Honour and Social Status,” í J. G. Peristiay, ed., Honour and
Shame: The Values of Mediterranean Society (University of Chicago Press,
1966), bls. 21-23; og B. J. Malina, The New Testament World. Insights from
cultural anthropology (Atlanta: John Knox Press, 1981), bls. 29-30.
Sjá einnig 1. Kor 2.6-7 „Speki töluni vér meðal hinna fullkomnu, þó ekki
speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar aldar, sem að engu verða,
heldur tölum vér á laun um speki Guðs . . .”
14 1. Þess 4.9, „En ekki hafið þér þess þörf, að ég skrifi yður um bróður-
kærleikann, því Guð hefur sjálfur kennt yður að elska hver annan.” Sjá
Klemens, Leiöbeinandinn (Paed.) 94.1 (GCS 145, 28-32 Stáhlin-Treu).
Maximos frá Tyros, Orðræða 10.5 (118,6-119,10 Hobein) sýnir fram á tengsl
þess að vera sjálfmenntaður og þekkingu á guðunum og réttmæts tilkalls
hins sjálfmenntaða manns sem leiðtoga.
15 1. Kor 2.15, ó 8é TrvEunaTiKÖs ávaKpiVEi [tö] TrávTa, aÚTÖj 8é útt' oúSevö;
ávaKpíVETai. Orðið ávaKpiVEiv með hvorugkyns andlaginu TrávTa vísar
sennilega til yfirvegunar eða mats á hlutum opinberuðum af Guði (2.10b og
12b). 1. Kor 2.15b verður þó ekki skilið öðruvísi en sem staðhæfing um það
að hinn „andlegi maður” sé ekki háður mati annarra á sjálfum sér, líklega
vegna þess að hann getur treyst eigin sjálfsmati vegna „andlegs innsæis”
(2.15a). Sjá Seneka, Bréf 71.19-20. Páll notar einnig ávaKpívEiv, í 1. Kor
4.3; 9.3; 10.25 og 27.
60