Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 54
Ásdís Egilsdóttir
Notkun biblíutilvitnunarinnar hér gefur orðum og hugsun aukinn þunga.
Einnig er tekið fram að þegar menn hældu Þorláki fyrir góða hfnaðarhætti
hafi hann sagt að það væru siðvenjur Eyjólfs, þannig má sjá að hann líkir
sjálfur eftir góðri fyrirmynd.57 Skilaboð Þorláks sögu eru svo vitaskuld þau
að dýrlingurinn sé fyrirmynd til eftirbreytni. Hugo frá klaustri heilags
Viktors, einn af helstu hugsuðum 12. aldarinnar, segir að eftirlíking
manna af lífi dýrlinga ætti að vera eins og þegar innsigh er þrýst í vax,
þannig átti eftirlíkingin að endurskapa manninn.58 Fleiri hafa notað
svipaða samlíkingu.59 Sá sem ritar hfssögu heilags manns er þannig að
túlka persónuleika hans út frá því sem ef til vill mætti kalla guðfræðilegan
sálfræði- eða persónuleikaskilning.60
Eins og Thomas Heffeman hefur nýlega bent á, er kristilega ævisagan
að heita má táknræn frásaga, sem lýsir liegðunarmynstri fremur en
einstaklingi, að minnsta kosti samkvæmt okkar skilningi.61 Það er enn
fremur verið er að lýsa einstaklingi sem óvéfengjanlega er hluti af sam-
félagi heilagra. Það er því ekki ætlun söguritarans að blekkja áheyrendur
sína eða lesendur með því að hagnýta sér efni úr einni sögu í aðra og vona
að þeir taki ekki eftir því, þvert á móti á viðtakandinn að gera sér grein
fyrir tengslunum, það er gert ráð fyrir anagnorisis. Þannig er barátta
Þorláks Þórhallssonar við veraldlegt vald réttmæt eins og barátta Ambros-
iusar, hann hefur lifað og starfað í anda Marteins og á dauðastundinni
kemur fram endanleg staðfesting þess hvert hlutverk homun muni ætlað
eftir dauðann.
Það er auðséð að Amgrími Brandssyni er mikið í mun að menn átti sig
á því hvernig Guðmundur Arason er sannur arftaki annarra skyldra
játara. Hann lýsir fæðingu Guðmundar á þessa leið:
Þegar í fyrstu fæðing þessa sveins birtist forsögn óorðinna hluta hans
daga, því að í fyrsta grát, er hann gaf út, talaði einn vitur kennimaður,
er þar var nær staddur, lík orð og Ambrosius las forðum til sonar síns
Ambrosium unga, að þessi piltur mundi til mikils fæddur í veröldina ef lífi
héldi.69
Og þegar hann greinir frá því hvemig vatnsvígslur Guðmvmdar lækna bæði
menn og dýr, segir hann:
Þorláks saga, 180.
De Institutione, kap. 7, Patrologia Latina 176, 932-933.
59 Bynum, 98, nmgr. 36.
90 Sbr. Heffeman, 86-87.
HefTeman, 150.
Biskupa sögur II, 6.
52