Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 22
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Forsetinn byggir ekki aðeins vald sitt á „veiðimönnum", heldur einnig á
viljaleysi, og er það mergurinn málsins. Þegnamir bera ábyrgð á ástand-
inu. A þessu sést að byltingarhugmyndir Canales standa utan og ofan við
veruleikann, þaer fengju engan hljómgrunn. Auk þess sem þær kunna að
vera litaðar af hefhigimi. Og viljinn til að elska er ekki fyrir hendi nema að
takmörkuðu leyti. Astin kom aftan að Cara de Angel og á honrnn varð
hugarfarsbreyting. En ást hans snýr aðeins að einni manneskju, Kamilu,
sem hann nánast dýrkar. Um aðra stendur honum slétt á sama. Það
mætti ganga svo langt að segja að ást hans sé nokkurs konar árátta, eins
og metnaður hans og framapot höfðu verið árátta þar til hann kynntist
Kamilu. Nokkuð svipað gildir um foðurástina, ást Canales á dóttnr sinni.
Hann sá ekki sólina fyrir henni, elskaði aðeins hana. Vissulega kemur
Kamila syni sínum á legg, en ást hennar beinist að homnn einum. Alla
skortir ást í víðri merkingu orðsins. Kærleika. Eða eins og guðinn Tohil
orðar það: „Hvorki raunverlegur dauði né raunverulegt líf munu fyrir-
finnast“ (bls. 368).
II
í sögunni Pedro Páramo er stundum býsna erfitt að greina milli lífs og
dauða. Þeir sem em dauðir em einkennilega „lifandi“, og þeir sem lifandi
eru merkilega „dauðir“. Höfundur þessarar dulúðugu bókar, Juan Rulfo
(1918-1986), var frá Mexikó. Bókin var gefin út í heimalandi hans árið
1955. Þótt hún sé ekki mikil að vöxtum, hefur hún valdið fræðimönnum á
bókmenntasviðinu og öðrum lesendum þó nokkrum heilabrotum. Og gerir
enn. Enda býður hún upp á ýmsa túlkunarmöguleika.
Rulfo gengur lengra í því en Asturias að bijóta frásöguna upp og setja
atburði á svið, svo að líkja mætti við myndskeið í kvikmynd. Verkið er sett
saman úr 67 brotum sem eru mislöng. Þótt til staðar sé sögumaður fer
afar lítið fyrir honum þar sem margar persónanna segja sjálfar frá, og
heldur hann því ekki utan um söguna, eins og oft er þegar um hefð-
bundnari frásögu er að ræða. „Raddimar“ í verkinu em því margar og
margvíslegar. í sögulok hafa brotin eða myndskeiðin raðast að nokkm leyti
í huga lesandans, en samt ekki þannig að úr verði sterk heildarmynd.
Þó er til dæmis hægt að fá allheillega mynd af lífshlaupi
landeigandans Pedro Páramo, sem í tímans rás sölsar undir sig með
ránum, ofbeldi og svikum ýmsar jarðir á stað sem heitir Comala. Harrn
vílar ekki fyrir sér að láta deyða menn til að ná fram ætlun sinni, og
skákar í því skjólinu að hann sé að hefha föður síns sem hafði verið myrtur