Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 275
Ljós og litir í Alsnjóa
orðsins regnbogi er lýsa skal litrófi Newtons í strangvísindalegu sam-
hengi.27 Ég tel því víst að trúarleg merking sé einnig innbyggð í náttúru-
legum regnbogalitum Alsnjóa. Tími allegóríunnar í kvæðinu er afmarkaður.
Hjartavörðm-inn Adam, fulltrúi Gamla testamentisins, rekinn úr eilífri
vorblíðu Paradísar, reikar um ömurlega tilveru. Frá sjónarmiði hans er
vetur og snjór syndahefnd Guðs. Bölvun hvílir á jöróinni vegna
dauðasyndar hans, „þyma og þistla skal hún bera þér” (1. Mósebók 3,18).
Jörðin sem var upphaflega hrein eins og eilífðin er nú saurguð, ó-hrein,
flekkuð af synd og dauða og var dæmd til að lúta lögmálum tímans. Jörðin
glataði sínu upphaflega, guðlega eðli. Þessi kenning var innbyggð í túlkim
kirkjunnar á syndafallssögunni og sér hennar víða stað í lærdómsritum og
skáldskap.28
Guð létti bölwm sinni af jörðinni eftir fóm Nóa (1. Mósebók 8,21) og
hét því að fyrirfara ekki jörð né eyða mannkyni. „Boga minn set ég í skýin,
að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar”, sbr. 1. Mósebók,
9,13. í þeim sáttmála fólst fyrirheitið, „Meðan jörðin stendur, skal ekki
linna sáning og uppskera, frost og hiti, srnnar og vetur, dagur og nótt”. (1.
Mósebók 8,22).
í orðabókum eru friðarbogi og regnbogi samheiti. Sjá Dönsk orðabók með
íslenzkum skýringum. Samið hefur: K. Gíslason. Kaupmannahöfn 1851, bls.
390. Ennfremur: Islensk orðabók, ritstj. Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík 1985, bls. 760. Skv. upplýsingum frá Orðabók
Háskólans mun orðið friðarbogi fyrst hafa sést á prenti 1722 í Sjö
predikanir eftir Jón Vídalín og Stein Jónsson: „Þesse hans (Guðs) fridar-
boge hefur ein skiærann vatnslit."
í skáldskap sem byggir á syndafalls- og endurlausnarþemanu er myndmál
skálda að sjálfsögðu í mörgu svipað án þess að um einstaklingsbundin áhrif
sé að ræða né sömu hugmyndafræði eða guðshugmynd. í bók sinni Natural
Supernaturalism, M.H. Abrams. Norton & Company, 1973, rekur höfundur
m.a. bein áhrif Paradísar missis Miltons á rómantísku skáldin, einkum
Wordsworth. Áhrif Miltons/Jóns Þorlákssonar á Jónas Hallgrímsson eru
ótvíræð og því skal til glöggvunar á samhengi bókmenntaþemans og
bakgrunni þeirrar endurlausnar jarðar sem fram fer í Alsnjóa, tilfært erindi
þar sem fjallað er um áhrif syndafalls mannsins á jörðina: „at þau (synd og
dauði) alla þá/ andstygð ok saur/ uppsleiki ok sloki,/ sem slett hefir/ á allt
áðr hreint/ illgjörð manna"; (JÞ, 10. bók, bls. 318). Frumheimild fyrir því að
kuldi og vetur komu yfir jörðina er 1. Mósebók 3,21 þar sem frá því er sagt
að Drottinn Guð gjörði skinnkyrtla og lét Adam og konu hans klæðast
þeim. Sú hugmynd þróaðist að stöðug vorblíða hefði ríkt í Paradís fyrir
syndafallið; í Paradísar missi eru útlistanir á breytingu heims og jarðar
nákvæmar og jafnvel harðneskjulegar. „yndislegt vor/ með blíðu brosi/ ok
blómstra skrúði"; (JÞ, 10. bók, bls. 320) leið undir lok og var sólinni (af
Guði) „skipat at skunda,/ ok at skína svo,/ at ýmist yrði/ af ofsa kulda/
nístandi nepja,/ eða naumast bærr/ hér á jörðu/ hita-bruni"; (JÞ, 10. bók,
bls. 319).
273