Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 119
Píslarsciga og Passíusálmar
mikilla vinsælda.Lúthersku sálmaskáldin, Paul Gerhardt og P. Nicolai,
voru og undir áhxifum dulúðar.
Guðfræði krossins
Það sem bar á milli Lúthers og þjáningardulúðarsinna miðalda var, að
margir dulúðarsinnar litu á þjáninguna sem tæki til að ná markmiðum og
töldu, að menn yrðu að líkja eftir Kristi í því skyni að ná tilskyldum verð-
eikum. Lúther hélt því aftur á móti fram, að þjáning Krists aflaði mönnum
verðleika sem menn yrðu að þiggja í trú. Dulúð miðaldanna snerist m.ö.o.
um verkaréttlætingu, en dulúð Lúthers um trúarréttlætið. Trúarlíf gengur
að lútherskum skilningi ekki út á klausturlifnað, heldirn verður því lifað af
sérhvexjum skírðum marrni, þegar haxm tekst á við verkefhi þau sem Guð
kallar harm til í daglega lífrnu.20
Lúther nefndi guðfræði sína „guðfræði krossins“ — theologia crucis. Það
hugtak merkir, að það er krossinn einn sem veitir þekkingu á Guði, eðli
hans og raunveruleika. Að ætla sér að komast að raun um eðli Guðs og
vilja gagnvart okkur og ganga fram hjá krossinum nefndi Lúther „dýrðar-
guðfræði" — theologia gloriae.21 Lúther leggur áherslu á, að Guð opinber-
ast ekki í hátign dýrðar sinnar, heldur í niðurlægingu og smæð krossins. Að
leitast við að skilja ósýnilegt eðli Guðs út frá hinu skapaða, er að strmda
dýrðarguðfræði. Guðfræði krossins er að skoða hið sýnilega hjá Guði út frá
þjáningum og dauða Krists. Og sú skoðun er trúin, sem sér verk Guðs til
bjargar mönnum í þjáningu og dauða Krists. Þetta skýrgreindi Lúther
þanrdgí Heildelbergviðræðunum 1519:
(19) Það er ekki hægt að kalla þann mann guðfræðing sem skoðar hið
ósýnilega hjá Guði út frá hinu skapaða (sbr. Rm 1.20), (20) heldur þann
sem skoðar það sem er sýnilegt hjá Guði eins og á bak honum (sbr. 2M
33.23), í þjáningum og krossi.22
Trú er að treysta verki Jesú Krists og tileinka sér það til þess að geta
öðlast frelsi, yfirunnið illskuna í sjálfum sér og unnið Guði þóknanlegt verk.
Hugleiðingar Jóhanns Gerhards hafa nýlega verið gefnar út í nýrri þýðingu
í Svíþjóð: Heliga betraktelser — Sacrae meditationes. Skellefteá 1993.
20 Um áhrif dulúðarstefnu á lútherska guðfræði sjá nánar W.Elert:
Morphologie des Luthertums, Bd. 1, Munchen 1931, s. 135-156, og The
Encyclopedia of the Lutheran Church, Minneapolis 1965, bd. 2 s. 1688-92.
Sjá og C.Braw: BUcher im Staube. Die Theologie Johann Arndt in ihrem
Verháltnis zur Mystik. Leiden 1986.
2-*- Um guðfræði krossins hjá Lúther sjá W. von Löwenich: Luthers Theologia
Crucis, Múnchen 1954 og A.E. McGrath: Luther's Theology of the Cross,
Oxford 1985.
22 D.Martin Luthers Werke, Bd. 1, Weimar 1883, s. 354.
117