Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 200
Jón G. Friðjónsson
I. Málshættir
Með málsháttum er átt við föst orðasambönd sem geta staðið ein sér og
krefjast ekki samhengis. Oft fela þeir í sér lífsspeki eða almenn sannindi,
dregin af lærdómi genginna kynslóða. I Biblíunni er að finna fjölmarga
málshætti sem varpa ljósi á daglegt líf manna og lýsa afstöðu þeirra til
lífsins og tilverunnar. í sumum tilvikum hefur frumþýðingin tekist svo vel
að málshættimir hafa haldist óbreyttir allt frá 16. öld fram til okkar daga.
Sem dæmi þess má nefna eftirfarandi:
Verkið lofar meistarann (FJ) (Sír 10, 1 (GÞ))
Sælla er að gefa en þiggja (Post 20, 35); þat er sæligtxi at gefa en at
þiggja (Pst 225)
Verður er verkmaðurinn sinna launa (Lúk 10, 7; 1 Tím 5, 18 (OG))
Ágirnd er rót alls ills (1. Tím 6, 10 (OG))
Blindur leiðir blindan (DI XIV, 406 (1565)); ok bar þar blindr
blindan (Fom I, 340); Fær blindur nokkuð leitt blindan (Lúk 6, 39
(OG))
í flestum tilvikum hafa málshættimir þó mótast í munni og breyst nokkuð
í meðfömm en uppruninn er í flestum tilvikum ótvíræður, t.d.:
Oft kemur grátur eftir skellihlátur (FJ); Eftir lilátur kemur htygð og
hartnur eftir fógnuð (Orðskv 14, 13 (GÞ))
I raun skal manninn reyna, sbr. svo reynir mótgangurinn mannsins
sinni (Sír 27, 6 (GÞ))
Sá er vinur sem í raun reynist (BV/OH); bróðir verður í neyðinni
reyndur (Orðskv 17, 17 (GÞ))
í upphafi skyldi endirinn skoða (Send I, 183); Hvað þú gjörir, liugsa
fyrir endanum (Sír 7, 40 (GÞ)); I öllu þínu tali þá hugsa til þíns
endirs (Sír 7, 40 (Við))
Ekki tjáir að deila við dómarann (FJ); klagast ekki á við dómamnn
(Sír 8, 17 (GÞ))
Hætt er þeim við falli sem hátt lireykist (Sch); Drambsemi er
undanfari tortímingar og oflæti veit á fall (Orðskv 16, 18 (GÞ));
Drambsemi er upphaf allrar glötunar (Tob 4, 13 (GÞ))
Aflitlum neista verður mikill eldur (K); Afeinum gneista verður stór
eldur (Sír 12 (GÞ))
Af ómildum kemur illska (1. Sam 24, 14 (GÞ)); Af vondum kemur
vont (Við); llls er afillum von (1981)
198