Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 36
Álfrún Gunnlaugsdóttir
heimurinn stendur, vegna þess að niðjum ætta, sem hafa verið vígðar
himdrað ára einsemd, býðst ekkert nýtt tækifæri á vorri jörð“ (bls. 359).
Hvirfilbylur eyðir Macondo. Og minna endalok bæjarins óneitanlega á
dómsdag, nema eftir daginn þann mun ekkert gerast.
Upphaf sögunnar, hvörfin í henni og endalokin vísa til alkunnra þátta
í Biblíunni, en fela í sér allt annað en það sem í henni er fólgið. Hér er ekki
á ferðinni von, endursköpun eða nýtt líf.
Fleira er að finna í sögunni sem heimfæra má til kristinnar trúar, en í
þeim tilvikum er um skopstælingu að ræða.12 Æði rennur á ættföðurinn
José Arcadio og gengur hann berserksgang, menn neyðast til að binda
hann við kastaníutré í húsagarðinum, og verður hann þá mælandi á
latínu. Rétt áður en Aureliano liðsforingi deyr sprænir hann utan í þetta
sama tré. Ýmsir hafa látið sér detta í hug skilningstréð, en hrædd er ég
um að þeir leiti langt yfir skammt. Öllu nærtækara dæmi er örlög
Remedios hinnar fögru. Hún vakti karlmönnum gimd, en hafði sjálf engar
gimdir til að bera. Líkt og María mey stígur hún til himna innan lun
blaktandi voðir, sem þær höfðu verið að brjóta saman, hún og Amaranta.
Hæpið finnst mér að herma upp á Biblíuna það tímabil í sögu Macondo
sem ég hef nefnt skeið 2 og 3, þó svo að uppreisnir Aureliano hðsforingja og
morðin á verkamönnunum fái á sig goðsögulegan blæ. Stríð, innrásir,
plágur og morð em það almenn fyrirbæri, bæði í lífinu og bókmenntunum,
að slík hugrenningatengsl hljóta að orka tvímælis. Umræddir atburðir vísa
til sögu Kolombíu og þar liggja rætur þeirra.
Fræðimönniun hefur orðið tíðrætt lun hringrás þessarar sögu. Hún endi
þar sem hún hófst og bjóði upp á nýtt upphaf. Meira að segja endur-
tekningu.13 Erfitt er að vera sammála þessu. Jafnvel þótt Macondo sé hkt
við bæ spegla eða hilhnga, verður ekkert eftir af honum. Hann varð til, og
svo varð hann ekkert.
Á hinn bóginn er óhætt að fyllyrða að það sem gerist innan ættarinnar
byggi um flest á endurtekningu. Ættmóðirin Ursúla er saruifærð um að
tíminn fari í hring og allt endurtaki sig:
Sömu nöfn höfðu verið stöðugt endurtekin á langri fjölskyldusögu og
Ursúla komst á skoðun sem henni fannst óbrigðul. Aurelíanarnir voru
hlédrægir en snjallir í hugsun, en Arcadíarnir fljóthugar og athafna-
menn, en á öllum hvíldu sorgleg örlög. (bls. 160)
12 Sjá D.L.Shaw, tilv. rit, bls. 113.
1® Sama rit, bls. 112.
34
J