Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 84
Clarence Edvin Glad
niður. Hann segist aftur á móti vilja ávinna eða frelsa hina óstyrku eða
styðja við og stuðla að framfönun þeirra. Dæmi mn slíka notkun orðanna
að „frelsa” og „glatast” má sjá í riti Dio Chrysostomos Til Alexandríu-
manna, í ritmn Plútarkos Að hlusta á fyrirlestm og Um uppeldi barna, og í
verki Epiktetos Um hinn blygðunarlausa mann og í Handbók Epiktets. Þá
má sjá dæmi um slíka orðnotkun í skóla Epikúringa í Aþenu, Napólí og
Herkúlaneum, sem myndaði fremur lokað samfélag þar sem gagnkvæm
leiðsögn var iðkuð ekki ólíkt kristnum söfnuðmn. Eins og í Korintuborg
leiðbeindu hinir þroskaðri þeim, sem skemm voru á veg komnir án tilhts
til þjóðfélagslegrar stöðu, ýmist til leiðréttingar eða hvatningar. í riti
Fílodemos Um opinskáa gagnrýni er vísað til slíks gagnkvæms stuðnings
sem væru menn að .frelsa hver annan. "83
Dio Chrysostomos segir að þeir sem með orðræðu sinni geti sannfært
aðra með rökum og róað sál þeirra séu „frelsarar og forráðamenn allra
þeirra sem frelsa má.” í tengslum við þetta dregm Dio fram muninn á
heimspekingi og prinsi: „Harka eins í refsingu er eyðileggjandi, en harka
hins í orðræðu er uppbyggjandi.”84 Plútarkos fjallar einnig mn óhk áhrif
orðræðu í riti sínu Að hlusta á fyrirlestra þar sem hann ræðir um
mismunandi gerðir ungra manna, tilhneigingar þeirra og lundemi, og
hvaða orðræða eða leiðsagnaraðferð sé eðhlegust hveijum og einum. Eftir
að hafa fjallað um hina ungu „sem eru án ahrar hófsemi vegna stöðugrar
og venjubundinnar rangbreytni,” snýr Plútarkos sér að þeim sem falla frá
heimspeki ef einhver segir þeim til syndanna:
Þó svo að náttúruleg hófsemi sé ókjósanleg byrjun til hjálpræðis, þá
glatast sú hófsemi vegna veiklyndis, þar sem þeir þola ekki ávítur né
meðtaka leiðréttingu með réttu hugarfari.85
Vegna veiklyndis síns hverfa hinir óstyrku aftm til síns fyrra lífemis.
Veikleiki viljans hindrar framför hinna ungu og kemm í veg fyrir ,fijálpræði
hér og nú,” eins og Plútarkos orðar það. Rökhugsun þarf að ná tökum á
ástríðmn manna og leiðbeina þeim á hinn rétta veg.86 í ritinu Um hinn
blygðunarlausa mann leggur Epiktetos áherslu á að viljinn sé allt sem
þmfi til að bæta sig því, eins og hann útskýrir, hjálpræði og glötun búi hið
innra með manni. Ef áhugi fyrir því að verða að betri manni er ekki fyrir
Fílódemos, Um opinskáa gagnrýni 36. De libertate dicendi, PHerc. 1471. A.
Olivieri (ed.), Philodemi PERI PARRHSIAS (Leipzig: Teubner, 1914).
Dio Chrysostomos, Orðræða 32.17-20, 30, 33.
88 Plútarkos, Að hlusta á fyrirlestur 46DE.
8® Plútarkos, Framför í dyggð 73B; Um nytsemi óvina manns 90B; Um
hugarró 465; Stjórn reiðinnar 453; Um siðræna dyggð 452D.
82