Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 79
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
aðlögum að hinum mörgu (oi ttoXXoíJ var í hugum margra siðferðilega
ámælisverð hegðan.63 Hinn formfasti stíll 1. Korintubréfs 9.19-23 gæti því
verið vísbending um að Páll endurspegli hér fastmótaða hefð.64 Upptök
9.22a ræður þó ekki úrshtmn um tilgátu mína; þyngst vegur að Páll túlkar
breytni sína og aðlögrm jákvætt með orðum er minna á breytni smjaðrara
og þeirra er voru vinamargir. Þessa hegðan hvetur Páll Korintumenn að
taka mið af til eftirbreytni (sbr. 11.1).65
Ofangreind áhersla Páls á aðlögun að hinuin mörgu fær aukna vídd í
ljósi siðferðilegrar merkingar orðsins oi ávopoi („hinir lögmálslausu”) og
einnig vegna þess að Páll og Korintumenn höíðu rætt um hvort umgangast
bæri þá menn er taldir voru siðferðilega ámælisverðir (1. Kor 5.9-13). Hirdr
vitru í Korintuborg misskildu fyrra bréf Páls til þeirra, sem nú er glatað, á
þann veg að forðast bæri samneyti við alla þá er væru siðferðislega
ámælisverðir. Páll aftur á móti áréttar að hann hafi átt við þá menn innan
hins kristna samfélags í Korintuborg sem láta sér ekki segjast og halda
áfram að lifa lífi lasta og lystisemda. Öðru máli gegndi um menn utan
samfélagsins. Páll hefur hið ágætasta fordæmi þar sem er líf Jesú sjálfs,
en samkvæmt heimildum guðspjallanna umgengst hann úrhrök heimsins
og fær ákúrur fyrir. Það er ekki úr vegi að minnast þess hér að guðspjalla-
mönnunmn ber saman mn að túlka hegðan Jesú í þessu samhengi með
skírskotun til vináttunnar.66
Ef félagsleg stofrnm vemdara og skjólstæðinga þeirra er „yfirtexti” 1.
Korintubréfs 9,67 þá er eðlilegt að túlka orð Páls sem yfirlýsingu um
Oi ttoXXoí er staðlað form, notað þegar vísað er til hins ónafngreinda
mannfjölda. Sjá Isókrates, Til Filippusar 1.22; Til Níkoklesar 45; Fílódemos,
PHerc. 1457 col. 11.16-25; og Epiktetos, Orðræða 3.4.12. Eina ritið sem
varðveist hefur með titlinum Að vera vinamargur eftir Plútarkos, dregur
fram flest þau atriði er grískum og rómverskum höfundum þóttu ámælisverð
í hegðan þeirra er voru vinamargir.
Fremur en að gefa til kynna að 9.22a eigi upptök sín meðal hinna vitru í
Korintu.
65 Þó svo að orðin ávaKpíveiv og áiToXoyía (9.1, 3) segi ekki með afgerandi
hætti að Páll svari hér gagnrýni verndara sinna á ósæmilega hegðan hans,
þá er ljóst að Páll rökræðir út frá hegðan sem talin var óviðurkvæmileg og
leggur hana fram til eftirbreytni. Páll kallar því 1. Kor 9 „vörn” sína til að
réttlæta það að hann taki sig sjálfan til eftirbreytni með þessum hætti! Um
vandkvæði þess að sjá 9. kaflann sem „vöm” Páls við gagnrýni sem þegar
hafði komið fram, sjá M. M. Mitchell, Paul and the Rhetoric of
Reconciliation, bls. 242-50.
66 Jóh 15.12-17; Mt 11.19; 22.1-10; Lk 4; 14.16-24. Sjá Sallie McFague, Models
of God. Theology for an Ecological, Nuclear Age (Philadelphia: Fortress
Press, 1987), bls. 51-53, 167-74.
®7 Um hugtakið „yfirtexti” (metatext), sjá R. Scholes, Protocols of Reading
(New Haven: Yale University Press, 1989), bls. 1-49.
77