Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 10
9
Viðar Þorsteinsson
Fjármálavæðing og mótun tímans
í Konum eftir Steinar Braga
1. Hrunsögur og fjármálavæðing daglegs lífs
Fjórða skáldsaga Steinars Braga í fullri lengd, Konur, kom út seint að hausti
árið 2008, aðeins nokkrum vikum eftir fjármálahrunið sem skók íslenskt
þjóðfélag.1 Konur var ein fyrsta íslenska skáldsagan sem tókst á gagnrýninn
hátt á við uppgang fjármálaviðskipta á undangengnum árum, en er merk
fyrir þá sök að hafa verið skrifuð áður en hrunið tók öll völd í samfélags-
umræðunni með tilheyrandi holskeflu hrun-tengdra skáldverka.2 Skáldsaga
Steinars daðrar við hrylling og fantasíu, tekst á við fjölbreytt viðfangsefni
svo sem kvennakúgun og stöðu listamanna, en einnig má greina í sögunni
skýra viðleitni til að snerta raunsæislega á breytingum í íslensku samfélagi
á seinni hluta valdatíðar davíðs Oddssonar. Þessar breytingar, oft settar í
samhengi við meint efnahagslegt góðæri, fólu meðal annars í sér einka-
1 Steinar Bragi, Konur (Reykjavík: Nýhil, 2008). Hér eftir verður vitnað til sögunnar
með bókstafnum k innan sviga með blaðsíðutali.
2 dæmi um skáldverk sem gerðu hrunið að viðfangsefni strax í kjölfar þess eru
Bankster Guðmundar Óskarssonar (Reykjavík: Ormstunga, 2009) og Gæska eftir
Eirík Örn Norðdahl (Reykjavík: Mál og menning, 2009) en einnig má nefna fjölda
spennusagna þar sem fjármálajöfrar koma við sögu, svo sem Martröð millanna
eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson (Reykjavík, 2010), Vormenn Íslands eftir Mikael
Torfason (Reykjavík: Sögur, 2009) og Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu davíðs-
dóttur (Akranes: Uppheimar, 2011). Af kvikmyndum má nefna Vonarstræti eftir
Baldvin Z. (2014) og stuttmynd Ísoldar Uggadóttur Útrás Reykjavík (2011), en fjár-
málahrunið kemur einnig lítillega við sögu í Roklandi Marteins Steinars Þórssonar
(2011) og er hluti af undirtexta Djúpsins eftir Baltasar Kormák (2013) líkt og hann
lýsti í viðtölum, sjá t.d. Chris Tosan, „deep Thought – An interview with Baltasar
Kormákur“, The Film Review (9. júlí 2013). http://thefilmreview.com/features/
deep-thought-interview-baltasar-kormkur.html (sótt 21. ágúst 2015). Fleiri verk
eru týnd til í gagnlegum upplýsingabanka á heimasíðunni Hrunið, þið munið (www.
hrunid.hi.is).
Ritið 3/2015, bls. 9–33