Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 14
13
gengst eftir að hún festir sig í gildru bankamannsins Emils við Sæbrautina
þarf þó ekki endilega að tengja sérstaklega við ok húsnæðislána heldur má
einnig skoða það í samhengi við líkamlegan kvalalosta sem í gegnum söguna
hefur verið bendlaður við skuldsetningu og skuldainnheimtu.
Allt frá Kaupmanninum í Feneyjum til annarrar ritgerðar Nietzsches
í Um sifjafræði siðferðisins hefur skuldsetning verið borin saman við, og
leidd af, eins konar veðsetningu líkamans sjálfs, þar sem blóðsúthellingar
eða pund af holdi eru staðgengill fyrir vangoldið lán.10 Líkt og Nietzsche
greinir í frægri ritgerð sinni er hægt að sjá í þessu ofbeldi rótina að mun
óhlutbundnari formgerðum, sér í lagi þeim sem lúta að tengslum sjálfs-
verunnar við tímann.11 Samkvæmt Nietzsche er samband lánveitanda
og skuldara ekki aðeins upphafið að ójöfnum viðskipta- og þjóðfélags-
tengslum, heldur einnig táknrænt fyrir vissa kröfu sem segja má að allt
mannlegt siðferði feli í sér – að einstaklingar geti axlað ábyrgð á tengsl-
unum milli gjörða sinna í fortíð og framtíð. Samningur lántaka og lánveit-
anda felur þannig í sér ákveðna mótun eða bindingu tímans frá sjónarhóli
sjálfsverunnar, bindingu sem kristallast í loforðinu, sjálfviljugu en þó heft-
andi samkomulagi sem njörvar framtíð sjálfsverunnar niður á klafa fyrri
yfirlýsinga hennar.12 Þessi binding felur þó ekki aðeins í sér framvindu sem
verka Steinars, en fjallar ekki sérstaklega um þýðingu þessa í samhengi við fjármál
og skuldsetningu. Sjá „Listin að pína konur“, Tímarit Máls og menningar, 70. árg.
4/2009, bls. 109-113. Umfjöllun dagnýjar leggur mesta áherslu á kynhlutverk og
klám, líkt og einnig var raunin um dóma sem birtust um sænska þýðingu bókar-
innar, sjá t.d. Karin Widegård, „Steinar Bragi | Kvinnor“, Göteborgs-Posten, 24.
september 2010, http://www.gp.se/kulturnoje/litteratur/1.453731-steinar-bragi-
kvinnor (sótt 12. desember 2015).
10 William Shakespeare, The Merchant of Venice, ritstj. G. B. Harrison (Harmonds-
worth: Penguin, 1954); Friedrich Nietzsche, Af sifjafræði siðferðisins, þýð. Róbert
Jack (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010), sjá annan kafla „„Sekt“, „slæm
samviska“ og skyldir hlutir“, bls. 93-151.
11 Sjá einnig frjóa túlkun deleuze og Guattari á skuldakenningu Nietzsches í Anti-
oedipus, þýð. Helen R. Lane, Mark Seem og Robert Hurley (New york: Penguin,
2009), sem hefur verið snar þáttur, ásamt sígildum marxisma, í skrifum höfunda
á borð við Maurizio Lazzarato um fjármálavæðingu og skuldapólitík samtímans.
Lazzarato er mikilvægur undirliggjandi hugsuður fyrir þær vangaveltur sem settar
eru fram í þessari ritgerð. Sjá bók hans The Making of the Indebted Man. An Essay on
the Neoliberal Condition, þýð. Joshua david Jordan (Los Angeles: Semiotexte, 2012),
en einnig grein hans „Nýfrjálshyggja og framleiðsla sjálfsveruleikans“ í þýðingu
Björns Þorsteinssonar, Hugur 25. árg. 2013, bls. 114–119.
12 Um bindingu tímans sem þátt í nútíma fjármálastarfsemi, sjá kaflann „Time Bind-
ing“ í bók Elenu Esposito, The Future of Futures. The Time of Money in Financing
and Society (Cheltenham, UK: Edward Elgar, 2011).
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA