Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 16
15
að birtingarmyndum slíkrar formbindingar í Konum, einkum eins og hún
lýtur að sjálfsverunni og lífshlaupi hennar.
2. Haust kerfisins og skilafrestur fjármálaauðmagnsins
Líkt og er raunin um mörg vestræn hagkerfi í „löngu lægðinni“ eftir
olíukreppuna 1973 birtist fjármálageirinn í Konum ekki líkt og þruma
úr heiðskíru lofti heldur sem viðbragð við undangenginni kreppu á
sviði framleiðslu áþreifanlegra verðmæta.17 Þegar Kaupþing opnar faðm
sinn fyrir Evu er líf hennar í öngstræti, hrjáð af framleiðslukreppum og
stöðnun bæði í einkalífi og starfsframa líkt og vikið verður nánar að.
Fjármálavæðing og fjármálakreppur eru þó ekki aðeins böl síðustu ára-
tuga. Hvort tveggja hefur lengi plagað efnahag Vesturlanda og á sama tíma
verið fyrirferðar mikið viðfangsefni bókmennta. Félagssagnfræðingurinn
Giovanni Arrighi, sem ritar jafnt undir áhrifum marxisma og annálasagn-
fræðingsins Ferdinands Braudel, heldur því fram að saga kapítalismans
einkennist af formlegri endurtekningu eins konar árstíðaskipta, þar sem
útþensla fjármálastarfsemi á kostnað annarrar kapítalískrar auðsöfnunar
boðar endalok eins árstíðahrings og upphaf annars. Hver árstíðahringur
svarar til yfirburðastöðu tiltekins landsvæðis innan heimskapítalismans á
hverjum tíma, og samkvæmt Arrighi erum við nú stödd við lok hrings sem
skilgreindist af yfirráðum Bandaríkjanna en hringurinn þar á undan var
iðnaðarauðmagni og fjármálaauðmagni. Líkt og hér verður rökstutt er einnig erfitt
að halda því fram að arðsemi fjármálaauðmagns geti viðhaldið sér án milligöngu
nytsamlegra vara, sem aftur bendir til ákveðins óaðskiljanleika þessara tveggja hliða
auðmagns.
17 Um löngu lægðina og fjármálavæðingu sem örvæntingarfullt svar við henni,
sjá Robert Brenner, The Economics of Global Turbulence. The Advanced Capitalist
Economies From Long Boom to Long Downturn, 1945–2005 (London: Verso, 2006).
Louis Hyman hefur fjallað um hvernig fjármálaviðskipti, sér í lagi gríðarleg út-
breiðsla, stöðlun og ríkistrygging á húsnæðislánum – ásamt stofnun markaðar
þar sem húsnæðislánasamningar gengu kaupum og sölum – var notuð markvisst
þegar á tímum Kreppunnar miklu til að endurlífga bandarískan efnahag. Að mati
Hyman vó ný skuldsetning millistéttarinnar í gegnum húsnæðislán mun þyngra í
„New deal“-stefnu Roosevelts heldur en félagsleg sjónarmið af nokkru tagi. Sjá
bók hans Debtor Nation. The History of America in Red Ink (Princeton, NJ: Princeton
University Press, 2011), einkum kafla 2, „debt and Recovery: New deal Housing
Policy and the Making of National Mortgage Markets“.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA