Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 18
17
En hver er grunnvirkni kapítalískrar auðsöfnunar? Í fyrsta bindi
Auðmagnsins setti Karl Marx fram eftirfarandi formúlu til að lýsa henni á
formlegan hátt:
M–C–M´22
Stærðin M stendur fyrir peninga eða það fjármagn sem lagt er fram í upp-
hafi og er skipt út fyrir nytsamlegar vörur eða þjónustu, C, en tilgangur
viðskiptanna er þó ekki að njóta þess notagildis sem felst í þeim, heldur
að endurnýta skiptagildi þeirra á arðbæran hátt í líki M´, upphæðar sem
er hærri en hin upphaflega fjárfesting M. Þótt peningar séu upphaf og
endir formúlunnar myndast enginn arður nema með milligöngu hinnar
nytsamlegu vöru en mikilvægust þeirra er launavinna sem framkvæmd er
af lifandi líkömum fólks. Hún er frumforsenda allrar framleiðslu á nyt-
samlegum vörum og þar með þess virðisauka sem aðeins getur myndast
með milligöngu þeirra.
Formúla auðmagnsins er einnig forskrift um tíma, röð og framvindu og
er því í vissum skilningi frásagnarformgerð, þrungin spennu, væntingum
og áskorunum um leið og hún lýtur ströngum reglum. Virðismyndun og
þar með endurframleiðsla auðmagnsins lýtur formi sem krefst fram- og
afturvirkrar bindingar tímans, líkt og nýlegar marxískar kenningar um
„virðisform“ hafa lagt áherslu á.23 Samkvæmt Marx ákvarða útlagðar
Journal of Narrative Theory 41. árg., 1/2011. Björn Þór Vilhjálmsson hefur greint
heimsendaþemað í verkum Steinars Braga og setur í samhengi við gotneskan
hrylling, en gotnesk áhrif voru einnig einkennandi fyrir skáldskap Viktoríutimans.
Sjá „Skrif við núllpunkt. Um steingervinga, sæborgir og endalok í Himninum yfir
Þingvöllum“, Ritið 11. Árg., 1/2011, bls. 137–157.
22 Hér er notast við enska þýðingu formúlunnar, þar sem M er stytting á money og
C á commodity, sem er flestum íslenskum lesendum líkast til kunnuglegri en þýska
frumútgáfan G–W–G´, þar sem G stendur fyrir Geld og W fyrir Ware. Sjá Karl
Marx, Capital. A Critique of Political Economy. Volume I, þýð. Ben Fowkes (London:
Penguin, 1976), ss. kafla 4.
23 Marxískar kenningar um „virðisformið“ (þ. Wertform, e. value-form) leggja áherslu á
formlega eiginleika virðis frekar en magn eða innihald þess. Þessi skóli fetar oftast í
fótspor rússneska Marx-fræðingsins i.i. Rubin, sjá verk hans Essays on Marx’s Theory
of Value, þýð. Fredy Perlman og Miloš Samardžija (Montréal: Black Rose Books,
1973). Gagnlega umræðu um virðisformskenningar er að finna í „Communisation
and Value-Form Theory“, Endnotes, 2. árg., apríl 2010, sótt 29. júní 2015 af http://
endnotes.org.uk/en/endnotes-communisation-and-value-form-theory, en sjá einn-
ig yfirlit Alfredo Saad-Filho í öðrum kafla The Value of Marx (London: Routledge,
2002) þar sem virðisformskenningar eru bornar saman við aðrar túlkanir á virði í
kenningum Marx.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA