Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 24
23
formsins sem fyrirframgefna.38 Þetta kemur heim og saman við að form
eru, líkt og Malabou og Althusser minna okkur á, aðeins hverful augnablik
í ferli þar sem valdi tímans í líki ófyrirsjáanlegrar framtíðar rignir sífellt
niður á viðleitni okkar til að sjá fyrir og fella hið óþekkta í mót hins kunn-
uglega.
Fljótlega eftir að fantasíukennd hrollvekja byrjar að taka völdin í seinni
hluta Kvenna fær Eva fyrirmæli um að leggja andlit sitt inn í grímuna,
nokkuð sem hún samþykkir að gera á hverju kvöldi eftir það, með þeim
afleiðingum að hún fær ofskynjanir og missir meðvitund. Eftir því sem
dagarnir líða dýpkar mótið og líkami Evu byrjar smátt og smátt að sökkva
inn í veginn uns hún hefur gengið í gegnum hann til fulls og inn í glugga-
lausa íbúð hinum megin veggjarins. Eva er því afar bókstaflega steypt í
mót en á sama tíma minnir skáldsagan á að sjálfsverur mæta ekki til leiks
full-formaðar heldur verða að undirgangast tímafrekt og fyrirhafnarmikið
mótunarferli þar sem sjálfviljug þátttaka þeirra gegnir einnig hlutverki.
Skáldsagan sjálf varpar strax í upphafi fram þeirri tilgátu að mótið á
svefnherbergisveggnum sé listaverk, gríma, en sá túlkunarmöguleiki er
jafnharðan dregin í efa: „„Listaverk,“ muldraði hún inn í þögn svefnher-
bergisins, eins og til að máta orðið við það sem hún sá, skyggndist eftir árit-
un listamannsins en fann ekki“ (k 11). Mögulega pirruð yfir þeirri óvissu
og óræðni sem nærvera þessa dularfulla móts á svefnherbergisveggnum
orsakar, dæmir Eva verkið að endingu sem „grímuklisj[u]“ (11). Það er þó
villandi að túlka mótið sem „grímu“ því samkvæmt hefðbundnum skiln-
ingi eru grímur eftirmyndir eða gervi, form sem draga virkni sína og fag-
urfræðilegt gildi af því að líkja eftir upprunalegum andlitum eða dylja þau.
Það hvarflar ekki að Evu að það form sem hér um ræðir er alfarið viðsnúið:
dældin í veggnum er ekki listaverk í hversdagslegum skilningi, heldur mót
sem hefur þann tilgang að breyta Evu í sjálft listaverkið.
Viðsnúna gríman eða mótið gefur til kynna þá fyrirætlun listamanns-
ins Novaks og hinna undirförulu bankamanna að láta Evu undirgangast
formun í bókstaflegum skilningi. Líkt og er upplýst í gegnum viðtöl við
Novak, sem Eva rekst á í listtímaritum á víð og dreif um íbúðina, beitir
listamaðurinn sjálfur fyrir sig orðfæri formunar til að lýsa hugmyndum
sínum um hlutverk kynjanna: Konur „eru ekki sjálfar formandi“ heldur
38 Viktor Shklovskíj, „Listin sem tækni“ í Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj
til Foucault, ritstj. Kristín Birgisdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Garðar Baldvinsson,
þýð. Árni Bergmann (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991),
bls. 21–42.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA