Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 25
24
aðeins hlutir eða „hráefni til formunar“ (k 167). Hér er lykilatriði að hug-
mynd Novaks um formun lýtur ekki aðeins að hinum þrívíðu eiginleikum
höggmyndagerðar, heldur einnig vídd tímans. Í viðtölunum kemur fram
að Novak hafði þegar öðlast frægð á Íslandi fyrir höggmynd sem virtist
stunda eins konar tímaflakk sem kallast á við formúluna M-M´ og göldrum
líkasta afturvirkni hennar. Höggmyndin „Lifandi og dauður hundur“ sem
sýndi menn sparka á milli sín tösku reyndist síðar meir vera túlkanleg sem
vísun í meint morð á hundi, en þó með þeim stórmerkjum að verkið var
afhjúpað löngu áður en umræddir atburðir áttu sér stað, að því er virðist án
nokkurrar tengingar við höggmyndasmiðinn.39 Novak segir áhuga sinn á
höggmyndagerð sprottinn af því „hvernig [hún] gæti orðið „hreint“ form,
hreint í þeim skilningi að efnið kæmi tilhöggvið, formað, en inntakslaust frá
hendi listamannsins“ (k 159). Það sem Novak virðist vísa í með hugmynd-
um sínum um „hreint form“ er í reynd form hins mótanlega tíma, form
sem flýr undan tilraunum til að fastbinda innihald eða merkingu í núinu og
vísar þess í stað framfyrir sig. Verkið í núinu væri í raun „tóm – innpakkað
og afhent á sýningu eða í hendur kaupanda en þó hvergi nærri lokið: hið
eiginlega inntak kæmi ekki fyrr en seinna“ (k 159). Samsvörun þessara hug-
mynda Novaks við það hvernig formúla fjármálaauðmagnsins M-M´ losar
sig undan „innihaldinu“, það er að segja vörunni C, er nær algjör. Formið
eða formúlan M-M´ er hreint form, viðfangsefni hennar og efniviður er
hrein tákn sem leitast við að frelsa draumkennda virðissköpun fjármálaauð-
magnsins algjörlega undan reikningsskilum hinnar nytsamlegu vöru.
Með því teygja þrívídd höggmyndarinnar á þennan hátt yfir í fjórvídd
tímans – „að gera ferlið sem kæmi ‘á eftir’ verkinu hluta af því líka“ – nær
Novak að „taka völdin“ yfir viðtökum eigin verka, sem ella væri í höndum
annarra og í framtíðinni. Þannig afhjúpar áhugi Novaks á tímaforminu
vissa valdafýsn sem hér tekur á sig form löngunar til yfirráða yfir tímanum,
fýsn sem í gegnum söguna hefur verið tengd spákaupmennsku og okur-
lánastarfsemi. Löngun Novaks til að stjórna viðtökum eigin verka, hefja
listrænt gildi þeirra upp á svið framtíðarinnar með skírskotun til óorðinna
atburða, samsvarar þannig beint viðleitni fjármálauðmagns til að útleysa
39 yfirlit um þá sannsögulegu atburði sem Konur vísa til hér, þ.e. hvarf hundsins
Lúkasar og innistæðulausar ásakanir um hrottaskap gegn honum á Bíladögum á
Akureyri árið 2007, má finna í frétt eftir Einar Þór Sigurðsson, „Lúkasarmálið:
Fær 200 þúsund krónur í miskabætur,“ DV.is, 14. febrúar, 2011, http://www.dv.is/
frettir/2011/2/14/lukasarmalid-faer-200-thusund-kronur-i-miskabaetur, sótt 2.
des. 2015.
ViðaR ÞoRsteinsson