Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 26
25
þegar í stað virði þess sem býr í framtíðinni. Tryggingasamningar, fram-
virkir samningar og samningar um reglulegar afborganir eru allt dæmi
um þessa löngun til að bókfæra í núinu gróða eða tap sem framtíðin ein
getur skorið úr um hvort verði að veruleika. Orsakaröð virðisformsins,
sem virðist boða að aðeins sé hægt að innleysa í dag það sem aflað var í
gær, er snúið á haus. Hin viðsnúna gríma í svefnherbergi Evu, sem hún
telur upphaflega að sé hefðbundið listaverk, áorkar einmitt slíkum við-
snúningi á sjónrænan, þvívíðan hátt. Gríman er ekki eftirmynd af andliti,
heldur lagar andlit Evu sig að grímunni, sem er betur lýst sem móti. Rétt
eins og höggmyndin „Lifandi og dauður hundur“ spáði fyrir um óorðna
atburði og virtist þannig fela í sér vald til að koma þeim um kring, þá er
gríman ekki listaverk til að horfa á og túlka, heldur túlkar og mótar gríman
sjálf áhorfandann, Evu. Hugarheimur Kvenna ítrekar í sífellu einmitt það
samspil milli tíma og formunar sem Catherine Malabou er hugstætt, en
með sérstöku næmi fyrir endurómun þess í hinu kapítalíska virðisformi,
formúlunni M-C-M´ og fjármálavæddum tilbrigðum hennar.
Enn fremur má benda á hvernig hvernig ýmsar uppfinningar fjármála-
hagfræðinnar hafa haft áhrif sjálfs-uppfyllandi spádóma, sambærileg við
þau sem Novak náði fram með höggmynd sinni. Í bókinni An Engine,
Not a Camera greinir vísindafræðingurinn donald MacKenzie hvernig
Black-Scholes-Merton formúlan, sem fyrst var sett fram árið 1973 og átti
upphaflega aðeins að lýsa tilteknum eiginleikum fjármálamarkaða, byrjaði
smám saman að móta þá í sinni eigin mynd. „Fjármálahagfræðin,“ skrifar
MacKenzie, „gerði meira en að greina markaðina, hún breytti þeim“ og er
í þeim skilningi líkari virku hreyfiafli sem mótar viðfangsefni sitt heldur en
hlutlausri myndavél sem aðeins framkallar eftirmyndir af því.40
Konur sýna okkur á endanum tvo póla formanleikans í sínum ýktustu
birtingarmyndum. Eva virðist bundin við hlutlausa viðtöku formunar, á
meðan fjármálaauðmagnið er fært um algera, virka formun sem leggur
undir sig tímann sjálfan. Sú tegund yfirráða sem þannig skapast er gjör-
eyðileggjandi bæði líkamlega og sálrænt fyrir Evu, og nær að endurmóta
sjálfsveru hennar á hátt sem mætti túlka sem eins konar endurkomu þess
frumstæða ofbeldis sem Nietzsche tengdi við skuldsetningu. Á sama tíma
er ofbeldið áminning um hvernig bólur spákaupmennskunnar kalla iðu-
lega á hörku niðurskurðarins, líkt og Martijn Konings heldur fram, en í
40 donald MacKenzie, An Engine, Not a Camera. How Financial Models Shape Markets
(Cambridge, Mass.: MiT Press, 2006), bls. 12.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA