Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 27
26
ritgerð sinni færir hann einmitt rök fyrir því að formunarhugtak Malabou
megi nota til að sýna hvernig loforð peningahagkerfins eru staðfest í gegn-
um ögun og valdbeitingu.41 dæmi um slíka ögun eru nauðungaruppboð,
fjárnám og það harðræði sem almenningur víða um heim hefur þurft að
sæta í nafni niðurskurðar sem oft er kynntur til sögunnar sem nauðsynleg
afleiðing af skuldavanda ríkja. Bankakerfið og hið alþjóðlega fjármálakerfi
koma sér þannig upp lögvörðum kerfum sem tryggja að hægt sé að ganga
að eignum í tilfelli greiðslufalls, en mannfræðingurinn david Graeber
talar þannig um skuldsetningu sem „úrkynjun á loforði“ eða „loforð sem
hefur verið spillt af stærðfræði og ofbeldi“ og ræðir fjölmörg dæmi um
skuldakúgun gagnvart ríkjum og einstaklingum í gegnum aldirnar.42
4. Dýpstu innviðir hjartans
Bent hefur verið á hvernig skáldsagan, með sinni línulegu framvindu og
orsakabundnu frásagnarlist, kemur fram sem andsvar við óvissunni og
ófyrirsjáanleikanum sem einkennir skuldsett hagkerfi kapítalismans, og
má rökstyðja að það eigi sérstaklega við um tímabil eða „árstíðir“ fjár-
málavæðingar. Samkvæmt bókmenntafræðingnum Christian Thorne
veita skáldsögur þannig sjálfsverunni leiðsögn í að „fella sjálfsævisögulega
frásögn í orsakasamband, frásögn sem getur túlkað fortíðina og varp-
að sjálfri sér varfærnislega inni í framtíðina, innan ramma lánastarfsemi
og peningahagkerfis og utan við ramma forsjónar og örlaga.“43 Eins og
hér hefur rökstutt á má líta á Konur sem rannsókn á þeim óvissa fund-
arstað milli framtíðarvona og byrða hins liðna sem sjálfsvera 21. ald-
arinnar hefst við á með milligöngu fjármálavalds. Tengingin milli fram-
tíðar og fortíðar sem skuldsetning gerir sjálfsveruna ábyrga fyrir, í formi
línulegrar sjálfsfrásögu, byggir ekki síst á orðheldni og öðru því sem
varðar siðferði og traust. Lánaviðskipti í bankakerfinu, skrifaði Marx í
einu af æskuverkum sínum, leggja þannig undir sig „siðferðilega til-
vist mannsins, félagslega tilvist mannsins, dýpstu innviði hjarta hans“.44
41 Konings, „State of Speculation“ bls. 256.
42 Sjá bók hans Debt. The First 5,000 Years (New york: Melville House, 2011), bls.
392.
43 Christian Thorne, „Providence in the Early Novel, or Accident if you Please“,
Modern Language Quarterly 64. árg., 3/2003, bls. 323–347.
44 Karl Marx, „[Comments on James Mill, Élémens D’économie Politique],“ í Karl Marx,
Friedrich Engels: Collected Works, Vol. 3, Karl Marx March 1843–August 1844, þýð.
Clemens dutt (London: Lawrence and Wishart, 2010), bls. 214. Sjá umfjöllun um
ViðaR ÞoRsteinsson