Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 29
28
mynda í gegnum námslán, er einstaklingum gefið færi á að losa sig undan
launavinnu og þess í stað fjárfesta í sjálfum sér líkt og þeir væru fyrirtæki
eða rekstrareining í smækkaðri mynd.46 Margs konar „sveigjanleiki“ og
óformleg tengsl á vinnumarkaði, svo sem starfsþjálfun, hlutastörf og verk-
takavinna veita tvíbent frelsi undan hefðbundnum tengslum launþega og
launagreiðanda en stuðla um leið að því að tekjöflun einstaklingsins tekur
á sig áhættusamari myndir en ella. Í stað þess að fá mánaðarlegt launa-
umslag með ávísun sem dugar fyrir nauðsynjum næstu fjögurra vikna fjár-
magnar hinn fjármálavæddi einstaklingur síðnútímans sig með lánum eða
styrkjum sem setja hann á skilafrest, og greiðir svo af þeim með óform-
legum og óreglulegum starfstekjum sínum. Í þessu samhengi er athyglisvert
að fyrsti fundur Evu með Kaupþingsmönnum um mögulega styrkveitingu
kemur í kjölfar rifrildis milli hennar og Hrafns um „lausamennsku“ og óöryggi
hjónanna í atvinnumálum, sem enn staðfestir tengsl nútíma lánastarfsemi við
breytta og áhættusamari atvinnuhætti (k 131-132).47 Lánshæfismatið sem er
grunnforsenda lánveitingar er svo aftur ferli sem er í sífelldri endurskoð-
un, þannig að vökult auga fjármálavaldsins hvílir stöðugt á einstaklingnum
og endurmetur frammistöðu hans.48
ritstj. Michel Senellart, þýð. Graham Burchell (Basingstoke: Palgrave Macmillan,
2008), t.a.m. bls. 226.
46 Sjá ritgerð eftir Morgan Adamson um mannauð eða „human capital“ í „The Human
Capital Strategy“, ephemera 9. árg., 4/2009, bls. 271–284. http://www.ephemer-
aweb.org/journal/9–4/9-4adamson.pdf. Skrif Adamson kallast á við verk Hardts og
Negris, sjá t.d. „‘Lífpólitísk framleiðsla’ ásamt Formála að Veldinu“, Hugur 15 árg.,
2003, bls. 150–173. Skrifað hefur verið á íslensku um skyldar hugmyndir á mörkum
marxisma og póststrúktúralisma. Sjá Viðar Þorsteinsson, „Speglasalur vinnunnar.
Af deleuze og ítölskum Marxisma,“ í Af Marxisma, ritstj. Viðar Þorsteinsson og
Magnús Þór Snæbjörnsson (Reykjavík: Nýhil, 2012); Hjörleifur Finnsson, „Ótti á
tímum öryggis: Öryggisneysla og áhættustjórnun í eftir-nútímanum“, Hugur 18.
árg., 2006, bls. 132–154.
47 Bandaríski stjórnmála- og kynjafræðingurinn Kathi Weeks gerir þessum breyt-
ingum skil í bók sinni The Problem with Work. Feminism, Marxism, Antiwork Politics,
and Postwork Imaginaries (durham: duke University Press, 2011).
48 Langley lýsir því hvernig áhættumiðuð verðlagning lána er ekki reiknuð út „í
eitt skipti fyrir öll“ (bls. 177) heldur getur leitt til vaxtahækkunar missi lántaki af
greiðslum og teljist þannig áhættusamari en fyrr. Félagsfræðingurinn donncha
Marron lýsir sí-mati á lánshæfi einstaklinga sem notað er að endurmeta áhættuna
sem kann að fylgja ákvörðun á borð við hvort endurnýja skuli aðgang að kreditkorti,
breyta úttektarmörkum, markaðssetja aðrar afurðir gagnvart neytandanum eða
hvort senda skuli skuld í innheimtu. Sjá „‘Lending by Numbers’: Credit Scoring
and the Constitution of Risk Within American Consumer Credit,“ Economy and
Society 36. árg., 1/2007, bls. 103–133, hér einkum bls. 116–117.
ViðaR ÞoRsteinsson