Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 32
31
Löngun Evu til að lifa í rótleysi og vindum hins ófyrirsjáanlega, þess sem
er ekki í jarðtengingu við veruleikann heldur reiðir sig á hið ókomna og
þann skilafrest sem það veitir, dansar sífellt á mörkum þess að vera tákn
um frelsi og að vísa til innri fangelsunar og takmarkana. Þessi mótsögn
birtist í drykkjuvenjum Evu, sem lýst er sem „undankomuleið“ undan
veruleikanum og þeirri áhjákvæmilegu „vöknun“ sem hann krefst:
Hún mundi ekkert, var ennþá drukkin og sálarlífið eins og glamr-
andi hringekja af mögulegum partýum, ömurlegum niðurtúrum eða
geðhæðum, undankomuleiðum – á sekúndubroti sá hún fyrir sér að
sækja allt áfengi og tóbak í húsinu … setja á tónlist, hringja á mat,
fólk, jónu eða eitthvað til að hressa sig og snúa deginum upp í annað
eða áframhald sama fyllerísins og hófst í gær, halda áfram að slá
vöknuninni á frest. (k 90)
„Niðurtúrar“ og „geðhæðir“ Evu minna á sveiflukennt eðli fjármálahag-
kerfisins og líkingin við drauma og vöknun minnir á samtal bankamanna
í hrun-myndinni Margin Call frá 2011. „Þetta er eins og draumur“ segir
forstjóri fjárfestingabankans um yfirvofandi risagjaldþrot, en deildarstjór-
inn, leikinn af Kevin Spacey, svarar þá: „Virðist sem við höfum í raun-
inni verið að vakna.“54 Spákaupmennska fyllir þannig bilið milli núsins og
framtíðarinnar með innistæðulausum en tælandi loforðum sem taka á sig
draumórakennda mynd þar sem vöknuninni er sífellt frestað – mögulega
af ótta við það sem kann þá að bera fyrir augu: skortinn á raunverulegri
verðmætaframleiðslu og nauðsyn þess að vinna upp innistæðulaust sukk
með sársaukafullum niðurskurði og annarri herðingu á sultaról þeirra sem
framleiða nytsamleg verðmæti. Það er því einmitt sjálfstæði og ófyrirsjáan-
leiki Evu sem kallar á þá bindingu og ofbeldisfullu formun sem hún undir-
gengst í seinni hluta sögunnar. Rótleysi listakonunnar Evu virðist ávísun
á frelsi, en þessi ásýnd kann að dylja annan veruleika, örvæntingarfullan
flótta undan því sem óumflýjanlega bíður: einhvers konar endastöð þegar
skilafresturinn rennur út. Þessi hugmynd er tjáð bókstaflega í Konum, því
í kafla sex í i. hluta bókarinnar rekur Eva augun í platta nokkurn sem í eru
höggvin orðin „Hér endar flóttinn“ (k 53) – framsetning sem vekur ekki
aðeins upp hugrenningar um almenna ósjálfbærni fjármálaviðskipta held-
ur einnig hugmyndina um yfirstandandi fjármálavæðingu sem einkenni
54 Chandor, Margin Call.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA