Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 34
33
málaauðmagn öðlast ofurvald sitt yfir sjálfsverunni og tímanum sjálfum. Vísað er í
marxískar kenningar um fjármálaauðmagn, jafnt úr bókmenntafræði og hagfræði,
og skrif Nietzsches um minni og sjálfsveru, en einnig er leitað til franska samtíma-
heimspekingsins Catherine Malabou og hugtaks hennar „formun“ til að fanga eðli
tengslanna milli tíma og forms sem einkennir fjámálaauðmagn í samtímanum. Hér
er um að ræða sérstætt samspil væntinga og skilafrests, draums og vöknunar, sem á
sama tíma fangar meint óhlutbundið og kvikult eðli fjármálaauðmagns sem og náin
tengsl þess við ofbeldi og ögun. Í gegnum nákvæman lestur á því hvernig mótun og
formun í bæði rúmi og tíma birtast í sögunni er sýnt fram á hvernig skáldsagan nær
fram kraftmikilli sviðsetningu á formlegri virkni fjármálavalds og skuldsetningar í
kapítalisma 21. aldarinnar.
Lykilorð: fjármálavæðing, íslenskar bókmenntir, hrunbókmenntir, meginlands-
heimpseki, marxismi
A B S T R A C T
Financialization and the Forming of Time in Steinar Bragi’s Women.
The essay studies the novel Konur (e. Women) by icelandic writer Steinar Bragi, pro-
posing to read its description of protagonist Eva’s violent encounter with pre-crash
banking in iceland not only as social criticism but also as a staging of the formal
dynamics of finance capital. in contrast with many icelandic works of “crash fiction,”
Women is argued to contain an unusually rich and nuanced subtext it its themes and
symbolism, bringing into play the specific ways in which finance capital achieves its
draconic control over the forming of subjectivity and time. While critically engag-
ing with marxist theories of financialization, drawn from both economic and literary
sholarship, and Nietzsche’s writings on indebtedness and memory, the essay mo-
bilizes Catherine Malabou’s writings on plasticity to articulate the precise nature of
the connection between temporality and form which characterizes modern finance
capital. This is a peculiar dialectic between anticipation and deferral, speculation
and austerity, which simultaneously captures the apparent abstract and ethereal
nature of finance and its close reliance on discipline and violence. Through a close
reading of the ways in which forming and moulding, both spatial and temporal, are
figured in Women, it is shown how the novel achieves a potent engagement with the
peculiar formal dynamics of finance and indebtedness in 21st century capitalism.
Keywords: financialization, icelandic literature, crash fiction, continental philosophy,
marxism
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA