Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 37
36
hins vegar til eftir að hið formlega fjármálakerfi hafði vaxið upp og raunar
náð töluverðri stærð. Svo virðist samt sem okurstarfsemi hafi verið mjög
víðtæk á eftirstríðsárunum – þrátt fyrir að vera ólögleg – og snerta margt
venjulegt fólk sem vantaði fjármagn til þess að gera venjulega hluti, líkt og
að byggja íbúðarhús. Þannig varð þrot Blöndalsbúðar til þess að afhjúpa
miklar þversagnir – eða jafnvel yfirdrepsskap – í íslensku þjóð- og fjár-
málalífi. Okur var ólöglegt og fordæmt opinberlega en var samt stundað
fyrir allra augum, ef svo má að orði komast. Þetta sést vel á því hvernig hið
formlega fjármálakerfi brást við vandræðum Blöndalsbúðar.
Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn voru viðskiptabankar búðarinn-
ar og forsvarsmenn þeirra voru vel á veg komnir með að bjarga rekstri
hennar við upphaf ársins 1995 með því að bjóða Sambandi íslenskra
samvinnufélaga að taka yfir bæði lager og húsnæði verslunarinnar. Svo
stóð á að Sambandið hafði um nokkurt skeið reynt að opna verslun í
Reykjavík til þess að selja eigin framleiðslu m.a. vefnaðarvörur frá nýstofn-
uðum klæðaverksmiðjum á Akureyri. Hins vegar hafði bæði bæjarstjórn
Reykjavíkur sem og „samtök efnaðra verzlunarmanna“ í Reykjavík er kall-
aðist „Veggur“ staðið á móti verslunarrekstri SÍS í höfuðstaðnum.3 En nú
stóð Sambandinu allt í einu til boða að yfirtaka rekstur, lager og húsnæði
Blöndalsbúðar án þess að leggja krónu fram. 4 Í annan stað vildu bankarnir
láta okurlánarana taka á sig tapið vegna búðarinnar með því að þvinga þá
til þess að samþykkja 40% afskrift af kröfum. Þannig var reynt að berja
í gegn óformlegan nauðasamning að því er virðist á þeim forsendum að
kröfuhafar búðarinnar stæðu höllum fæti í lagalegu tilliti og vildu forð-
ast opinbert uppgjör.5 Bankarnir tveir buðust þó til að greiða þessi 60%
út og lána hinum ágætu okurlánurum fjárhæð er samsvaraði 40% afskrift,
á hóflegum vöxtum til tíu ára. Þannig buðust bankarnir í raun til að fjár-
magna áframhaldandi okurlánastarfsemi.
Þessi jarðarför Blöndalsbúðar í kyrrþey birtist ekki á síðum blaðanna
þó hún væri á allra vörum í bænum.6 Allt virtist klappað og klárt þar til
3 Sjá „innrás SÍS í Reykjavík SAMBANdið SiGRAR Í FyRSTU LOTU – fótfestu
náð í Austurstræti – kaupmenn undrun slegnir!“ Mánudagsblaðið, 8. árg., 8. tbl, 28.
febrúar 1955, forsíða.
4 „Hvað er SÍS að gera í Reykjavík“ Samvinnan 49. árg., 8, 1955, bls. 4–6.
5 Sjá „Átökin í fjármálaheiminum OKURKARLAR Á FLÓTTA – missa 40% –
skattayfirvöld hefja rannsókn“ , Mánudagsblaðið, 8. árg., 4. tbl, 31. janúar 1955,
forsíða.
6 Sjá „Jón Hreggviðsson og glímukappi Austurstrætis“ , Ófeigur Landvörn, 12. árg.,
3.–5. tbl, 1955, bls. 4.
ÁsgeiR Jónsson