Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 40
39
opinberun Jónasar
Jónasi Jónssyni hafði verið steypt af stóli sem formanni Framsóknarflokksins
árið 1944 og var samhliða úthýst af flokksblaðinu, Tímanum. Hann hóf þá
að gefa út eigið blað er kallaðist Ófeigur landvörn. Blaði þessu var ætlað
að koma út á mánaðarfresti en útgáfutíðnin fór raunverulega eftir því hvað
ritstjórunum lá mikið á hjarta. Árið 1955 hóf Ófeigur sitt tólfta útgáfuár.
Eftir því sem Jónas segir sjálfur frá hafði ekki mikið farið fyrir þessu blaði.8
Það hafði næstum aldrei verið til sölu í bókabúðum og þaðan af síður á
götum úti. En Jónas helgaði 1.–2. tölublaðinu okrinu í Blöndalsbúð og gaf
út undir heitinu „Átján milljónir í Austurstræti“. Þetta tölublað var sann-
kallað metsölurit. Það var prentað í þúsundaupplagi og dreift um land allt.
Í því framhaldi hófst áköf almenn umræða um okurlánastarfsemi9 sem varð
síðan til þess að þrír þingmenn sósíalista báru fram þingsályktunartillögu
um rannsókn á okri þann 1. mars 1955.10
Það kann að hafa hitað upp umræðuna á þessum tíma að hörð kjara-
deila var í uppsiglingu og þann 18. mars hófst verkfall verkalýðsfélaganna í
Reykjavík og Hafnarfirði sem átti eftir að standa í sex vikur. Þetta varð eitt
átakamesta verkfall Íslandssögunnar sem mæddi mjög á dómsmálaráðherra
landsins, Bjarna Benediktssyni, er reyndi að sporna gegn verkfallsvörslu.
Raunar áttu þessi átök eftir að reynast þáverandi ríkisstjórn Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks þung í skauti og valda stjórnarslitum síðar, en það er
önnur saga.
Stuttu eftir að verkfallið hófst, eða þann 22. mars, birtu bæði Þjóðviljinn
og Alþýðublaðið ásakanir um að dómsmálaráðherra stæði gegn samþykkt
þingsályktunarinnar og héldi hlífiskildi yfir okrurum landsins.11 Hvað sem
því líður er ljóst að nú komst hreyfing á málið. Þann sama dag var þings-
ályktunin tekin fyrir í neðri deild og samþykkt einróma. dómsmálaráðherra
steig í pontu frábað sér ásakanir um aðgerðaleysi í okurmálum og upplýsti
8 Sjá „Jón Hreggviðsson og glímukappi Austurstrætis“ Ófeigur Landvörn, 12. árg.,
3.–5. tbl., 1955.
9 Bankastjóri Búnaðarbankans, Hilmar Stefánsson, orðaði þetta svo í Morgunblaðs-
grein „Það hefur um fátt verið meira rætt og ritað að undanförnu hér í höfuð-
staðnum, en fjárþrotabú eins af stærstu verzlunarfyrirtækjum bæjarins, Ragnars
Blöndal h.f. Sjá „Nokkrar athugasemdir frá bankastjóra Búnaðarbankans“. Morg-
unblaðið, 42. árg., 66. tbl., 20. mars, 1955, bls. 7.
10 „Þingmenn sósíalista bera fram tillögu um: Rannsókn á okri“ Þjóðviljinn, 20. árg.
50. tbl, 2. mars 1995, forsíða.
11 Sjá „dómsmálaráðherra vill ekki láta rannsaka Blöndalsmálið“ Þjóðviljinn 20. árg.,
67. tbl., 22. mars 1955, bls. 12.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi