Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 41
40
þá einnig að sakadómari í Reykjavík hefði tekið í sína vörslu öll bókhalds-
skjöl Blöndalsverslunar til rannsóknar. Las hann meðal annars upp vitn-
isburð frá bókhaldsskrifstofunni Mancher & Co um að mikilvægum gögn-
um hefði verið skotið undan í uppgjöri búðarinnar.12
Okurefndin svokallaða var skipuð 5 þingmönnum og er raunar síðasta
rannsóknarnefnd Alþingis sem skipuð hefur verið starfandi þingmönn-
um, en allar síðari rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar sérfræðingum.13
Nefndin hélt sinn fyrsta fund þremur dögum eftir kosninguna en alls áttu
fundirnir eftir að vera 50. Hún fór þá leið að auglýsa í blöðum og útvarpi
eftir fórnarlömbum okurlánara og kallaði um 30–40 manns fyrir.14 Nefndin
skilaði skýrslu sinni 7. febrúar 1956, tæpu ári eftir skipan hennar. Þetta var
ekki löng skýrsla eða 7 prentaðar síður í Alþingistíðindum. Taldi nefnd-
in sig „hafa fengið vitneskju um, að allmikil brögð væru að því, að gild-
andi lagaákvæði um okur væru brotin.“ Var skýrslunni misjafnlega tekið. Í
Morgunblaðinu birtist frétt á baksíðu undir fyrirsögninni „Rýr eftirtekja af
störfum okurnefndarinnar“ þar sem gefið er í skyn að nefndin hafi fyrst og
fremst lagt sig eftir heimspekilegum vangaveltum um okur en lítið annað
væri á henni að græða.15 Þjóðviljinn gerði sér aftur á móti mikinn mat úr
skýrslunni á bæði forsíðu og innsíðu og kvað hana staðfesta allt sem áður
hefði verið sagt um mikið umfang okurlánastarfsemi hérlendis.
Hins vegar kom einnig fram í téðri skýrslu að nefndin hefði sent dóms-
málaráðherra greinargerð um lánaviðskipti nokkurra manna hálfu ári fyrr,
eða þann 14. nóvember 1955. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem stóð
samhliða starfi nefndarinnar. Þessi rannsókn varð ein sú umfangsmesta er
þá hafði farið fram. Strax þennan sama mánuð, eða 23. nóvember, fóru
fram húsleitir og síðan í mars árið eftir gaf ríkissaksóknari út ákærur á
hendur 7 mönnum. Ákærur voru síðar felldar niður gegn tveimur og einn
12 „Útrýma verður spilling ef um hana er að ræða – Stórathyglisverð ræða Bjarna
Benediktssonar, dómsmálaráðherra, í Neðri deild Alþingis í gær“. Morgunblaðið,
42. árg., 68. tbl., 23. mars, 1955, forsíða.
13 Nefndina skipuðu þeir Gylfi Þ. Gíslason, Karl Guðjónsson, Björn Ólafsson, Skúli
Guðmundsson og Einar ingimundarson. Sjá Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, 42.
árg. 72. tbl., 27. mars 1995, bls. 9. Sjá ennfremur „Þingnefnd verður kjörin til að
rannsaka okur. Vísir, 45. árg., 68. tbl., 23. mars 1955.
14 Skýrsla um störf nefndar þeirrar er neðri deild Alþingis kaus 22. marz 1955 til rann-
sóknar á okri, þingskjal 464. Alþingistíðindi 1955, 75. löggjafarþing. A. Þingskjöl,
bls. 1336–1342.
15 „Rýr eftirtekja af störfum okurnefndarinnar“ Morgunblaðið, 43. árg., 59. tbl., 10.
mars 1956, baksíða. Sjá ennfremur „Okurvextirnir 30 til 76% á ári“ Þjóðviljinn, 21.
árg., 59. tbl., 10. mars 1956, forsíða.
ÁsgeiR Jónsson