Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 42
41
ákærðu lést. Þannig, að lokum voru þrír lögfræðingar dæmdir til sekt-
argreiðslu fyrir okur í Sakadómi Reykjavíkur í júní 1958 en það var þá í
fyrsta skipti sem dæmt var eftir okurlögunum frá 1933.16 Nokkru síðar,
eða í ágúst, var fjórði maðurinn einnig dæmdur í umtalsverða sekt fyrir
okurlán til 38 aðila.
Starfshættir íslenskra okurlánara
Þessir fjórir okurdómar, ásamt skýrslu Okurnefndarinnar, veita góða inn-
sýn í það hvernig okurlánaviðskiptin voru stunduð. Hinir fjóru dæmdu
okurlánarar áttu það sameiginlegt að hafa lánað Blöndalsbúð en rannsókn-
in hafði einnig dregið upp fleiri tilvik um okurlán. Svo virðist sem allir
fjórir okurlánararnir hafi fylgt svipuðum leikreglum við lánveitingar sem
voru hinar sömu og tíðkuðust í venjulegum víxilviðskiptum, s.s. að vextir
væru teknir fyrirfram með afföllum eða lækkun á kaupvirði.17 Hins vegar
var ákaflega erfitt að festa hendur á raunverulegum afföllum eða vaxta-
kjörum sem fylgdu víxlum okraranna. Viðskiptin fóru þannig fram að lán-
ardrottinn keypti víxil af skuldunauti með reiðufé og án vitna. Á víxlinum
gat staðið 10.000 krónur og lögleg vaxtakjör – en hve afföllin voru mikil
og hve margar krónur skiptu um hendur við undirskrift víxilsins var allt
annar handleggur. Í öllum tilvikum stóð orð gegn orði á milli lánveitenda
og lántaka hver vaxtakjörin væru.
Ljóst er að lögfræðingarnir þrír sem hlutu dóm voru fyrst og fremst
milligöngumenn fyrir aðra fjársterka aðila, bæði með því að miðla víxlum
til annarra eða ávaxta peninga fyrir aðra. Miðlun víxla virðist raunar hafa
verið algeng hérlendis og bar lögmönnum 2% þóknun af virði lánsupp-
hæðarinnar samkvæmt lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands.18 Þessi
viðskipti voru á gráu svæði þar sem víxlar voru – strangt tekið – verðbréf
og okurlögin náðu ekki yfir viðskipti á eftirmarkaði með slík bréf. Þannig
var það ólöglegt að aðili A gæfi út víxil og aðili B keypti þann sama víxil
með afföllum á þeim forsendum að um lán væri að ræða. Hins vegar var
ekki ólöglegt að aðili B seldi aðila C þennan sama víxil (útgefinn af aðila
A) með afföllum á þeim forsendum að um verðbréfaviðskipti væri að ræða.
16 Sjá dóma nr. 144/1959, nr. 145/1959, nr. 146/1959 í dómasafni Hæstaréttar, XXX
bindi (1959).
17 Sjá til dæmis, Ólafur Lárusson, Víxlar og tékkar. Reykjavík: Hlaðbúð, 1957.
18 Lögmannafélag Íslands, Lágmarks gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, Reykjavík
1952.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi