Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 43
42
Í skýrslu okurnefndarinnar kemur reyndar fram að ef ákvæði okurlag-
anna yrði látið ná yfir verðbréfaviðskipti yrði tekið fyrir viðskipti með rík-
istryggð skuldabréf sem gengu með töluverðum afföllum á milli manna.19
Þessi tvíþætti skilningur á víxlum sem lán annars vegar og verðbréf hins
vegar samkvæmt okurlögunum opnaði mjög stóra glufu fyrir fjármögnun
okurlána sem nánar verður vikið að síðar.
Þá virðist einnig hafa tíðkast að lögmenn tækju við fjármagni frá ein-
staklingum og fjárfestu sjálfir. Jafnvel þekktist að bankar væru notaðir sem
milliliðir þannig að fólk lagði peninga inn á bankareikninga í eigu téðra
lögmanna er aftur voru notaðir sem veð eða trygging fyrir láni frá bank-
anum sem síðan var endurlánuð sem okurlán. Í staðinn fékk fjárfestirinn
aukavexti og það án þess að tengjast okurlánastarfsemi með beinum hætti.
Einn hinna þriggja sakfelldu lögfræðinga – Brandur Brynjólfsson – safnaði
fjármagni með því að auglýsa opinberlega að hann tæki að sér að ávaxta fé
með þessum hætti fyrir fólk.20
Sá fjórði og síðasti til þess að hljóta dóm var ekki löglærður og virðist
hafa lánað sitt eigið sjálfsaflafé. Hann hét Sigurður Berndsen og var nafn-
togaðasti okurlánari Íslands á tuttugustu öld. Hann var mjög bæklaður
vegna lömunarveiki í bernsku og hafði búið við illt atlæti í uppvexti sínum.
Í fyrstu hafði hann auðgast á leynivínssölu og fjárhættuspilum en síðar
snúið sér að lánveitingum. Sigurður var litríkur karakter og vinsæll hjá
viðskiptavinum sínum – sem hann kallaði „kalkúna“ – þrátt fyrir að vægja
aldrei í lánaviðskiptum sínum.21 Einn af fyrrum viðskiptavinum Sigurðar
sem greinarhöfundur hefur talað við orðaði það svo að „hann yrði að láta
víxil liggja inni hjá honum, því það væri svo gaman að hitta kallinn“.22
Þessi dómur varð heldur alls ekki til þess að stöðva lánastarfsemi Sigurðar
– hana stundaði hann til dauðadags 1963 og efnaðist ákaflega vel.23
Í greinum sínum vísaði Jónas ávallt til Sigurðar sem „Jóns Hreggviðssonar“
og hélt því fram að hann hefði einn okurlánaranna staðið gegn því að sam-
19 Skýrsla um störf nefndar þeirrar er neðri deild Alþingis kaus 22. marz 1955 til rann-
sóknar á okri, þingskjal 464. Alþingistíðindi 1955, 75. löggjafarþing. A. Þingskjöl,
bls 1338.
20 Sjá „Okurvextirnir 30 til 76% á ári“ Þjóðviljinn, 21. árg., 59. tbl., 10. mars 1956,
bls. 4.
21 Sjá Bragi Kristjónsson Sigurður Berndsen: var hann óþokki? Reykjavík: Heimdallur,
1959.
22 Munnleg heimild, 2015. Heimildarmaður óskar nafnleyndar.
23 „Er Berndsen fjölskyldan að deyja úr hungri?“ okurkarlar Nýtt blað um íslenzka
fjármálaspillingu. 1. tbl., 1. árg., 1964, bls 1.
ÁsgeiR Jónsson