Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 45
44
voru afföll 17,5% og þar af 2% lántökugjald. Vextir af láninu voru 15,5%
í sex mánuði sem svarar til 31% ársvaxta. Sem milligöngumaður áskildi
Brandur sér þannig vexti umfram hina lögleyfðu að upphæð 8.050 kr.
Slíkar lánveitingar, sem okurdómarnir lýsa, eru mjög vel þekktar innan
hagfræðinnar og eru flokkaðar innan óformlegra lánamarkaða (e. informal
credit markets). Það liggur því beint við að skoða íslenska okurlánara í
samanburði við starfssystkini þeirra erlendis.
Hvað skýrir háa vexti okurlánanna?
Óformlegir aðilar sem miðla eigin fjármagni eða annarra hljóta ávallt að
þurfa að krefjast hærri vaxta en formlegir aðilar – s.s. bankar – vegna þess
upplýsingavanda er hlýtur ávallt að fylgja lánveitingum. Þessi upplýsinga-
vandi er yfirleitt flokkaður í tvennt; hrakvalsvanda (e. adverse selection) og
freistnivanda (e. moral hazard).27
Hrakvalsvandi er sá vandi sem hlýst af því að verstu skuldunautarnir
eru jafnframt þeir sem líklegastir eru til þess að sækjast mest eftir láni og
eru tilbúnir að greiða hæstu vextina. Af þessari ástæðu eru þeir jafnframt
líklegastir til þess að verða fyrir valinu sem lánþiggjendur. Til að mynda
eru þeir sem eru fúsir til þess að taka mikla áhættu líklegir til að ganga
mjög hart eftir láni og borga mjög háa vexti. Þeir vita sem er að ef lukkan
gengur þeim í hag hirða þeir ábatann en bankinn tekur tapið ef hlutirnir
fara á versta veg.
Freistnivandi lýsir hegðun skuldunautar eftir að lánið hefur verið veitt
en hann getur freistast til þess að leggja í áætlanir sem hljóta að teljast
óæskilegar frá sjónarhóli lánardrottins og minnka líkurnar á því að lánið
verði greitt til baka. Aukinheldur hafa skuldunautar hvata til þess að mis-
fara með féð, nýta það til persónulegra þarfa, svíkjast undan og hlífa sér í
vinnu eða jafnvel leggja út í óarðbæra fjárfestingu sem hefur það markmið
eitt að auka völd og virðingu þeirra í samfélaginu.
Bankar – eða formlegir lánveitendur – bregðast við þessum tveim
vandamálum með því annars vegar að safna upplýsingum kerfisbundið um
lántakendur og hins vegar með veðtöku. Hvað upplýsingasöfnunina varð-
ar skiptir umsjón viðskiptabanka með greiðsluþjónustu ákaflega miklu.
Viðskiptabanki hefur möguleika til þess að sannreyna þær upplýsingar, s.s.
um tekjur, kostnað og svo framvegis, sem honum eru gefnar með því að
27 Sjá Joseph Stiglitz og Andrew Weiss, „Credit Rationing in Markets with imperfect
information“, The American Economic Review, 71 (3) 1981, bls. 393–410.
ÁsgeiR Jónsson