Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 47
46
veðheimildir skortir sem og stofnanarammi til innheimtu.29 Af þeim
sökum verði margir lánveitendur að beita óformlegum innheimtuaðgerð-
um – og jafnvel handrukkunum – til þess að endurheimta fjármuni sína.
Þá er gjarnan vísað til aðstöðumunar á milli lánardrottins og skuldunautar
– svo sem hvað varðar þjóðfélagsstöðu – þeim fyrrnefnda í hag sem skýri
hina háu okurvexti.30Þeir sem þurfa óformlega fjármögnun eiga fárra ann-
arra kosta völ. Þeir eru jafnvel í klemmu og þurfa fjármagn strax, og ekki
í aðstöðu til þess að þrátta um kjör. Aftur á móti voru þeir sem veita slík
lán oft í góðri stöðu í samfélaginu og höfðu jafnvel sjálfir aðgang að hinu
formlega bankakerfi og endurlánuðu gjarnan fjármagn þaðan yfir á hinn
óformlega lánamarkað.31
Þess verður þó hvergi vart í blaðafréttum né málskjölum að innheimta
okurlánanna hérlendis hafi verið utan laga og réttar svo sem með hand-
rukkunum. Víxlar okurlánaranna voru í sjálfu sér löglegar kröfur og fóru
sömu leið og aðrar kröfur í innheimtu hvað varðaði höfuðstólinn. dæmið
af björgun Blöndalsbúðar sýnir einnig að okurlánararnir virðast hafa verið
almennt viðurkenndir af hinu formlega bankakerfi sem hverjir aðrir við-
skiptavinir. Öðru máli gegndi um vaxtagreiðslurnar en okurlánararnir
þurftu að halda þeim leyndum þar sem vaxtataka var ekki innan þeirra
marka sem lög og reglugerðir kváðu á um. Vitanlega var hér um ólöglegt
athæfi að ræða – þ.e. lán með ólöglega háum vöxtum – og það eitt og sér
hlaut að skapa töluverða áhættu í lánaviðskiptum.
Það kemur skýrt fram í skýrslu okurnefndar sem og okurdómunum að
þiggjendur okurlána voru upp til hópa venjulegt fólk eða úr verslunarstétt
sem var að reyna að fjármagna tiltölulega venjulegar fyrirætlanir svo sem
að byggja hús eða leysa vörur úr tolli. Þess verður ekki vart að okurlánar-
arnir sjálfir hafi verið í sérstaklega hárri þjóðfélagsstöðu eða notið þeirrar
virðingar að það hafi skapað þeim yfirburði í samskiptum við lántakendur
sína. Raunar virðast þeir margir hafa verið í lægri stöðu en viðskiptavin-
irnir. Eins og áður hefur verið á minnst var Sigurður Berndsen utangarðs-
maður í þjóðfélaginu. Sama á við Elías Hólm sem var einn af þeim 7 sem
29 Sjá P. Ghosh, d. Mookherjee og d. Ray. (1999). „Credit Rationing in developing
Countries: An overview of the theory“. Í Readings in the Theory of Economic
development, ritstj. d. Mookherjee, London: Blackwell, 2001.
30 Sjá umræðu um þetta málefni hjá t.d. Sanjay Jain „Symbiosis vs. crowding-out: the
interaction of formal and informal credit markets in developing countries“ Journal
of Development Economics, 59 (2), 1999, bls. 419–444.
31 M.S. Floro, d. Ray, „Vertical links between formal and informal financial in-
stitutions“ Review of Development Economics, 1 (1), 1997, bls. 34–56.
ÁsgeiR Jónsson