Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 50
49
þykkja. Hins vegar, með sama skilningi, er lögsetningu vaxta alls ekki ætlað
að hindra frjálsa verðmyndun á fjármagnsmarkaði.
Markaðsvextirnir sjálfir ráðast af samspili framboðs og eftirspurnar á
fjármagnsmarkaði og eru því síkvik stærð en ekki fastir yfir tíma. Löng
hefð er fyrir því að brjóta nafnvexti niður í þrjá hluta: Raunvexti, verð-
bólguvæntingar og áhættuþóknun.38 Þannig hljóta markaðsvextir að hækka
í takt við verðbólgu og í sjálfu sér engin takmörk fyrir því hve hátt þeir
geta risið, ekki frekar en mörk eru á því hvað verðbólga getur verið mikil.
Ennfremur eru heldur ekki augljós takmörk á því hvað áhættu álagið getur
verið hátt. Til að mynda hljóp áhættuálagið á skuldum íslensku bankanna
– mælt sem skuldatryggingarálag – á tugum prósenta í ágúst og september
árið 2008 svo dæmi sé tekið.39
Lögsetning hámarksvaxta á einhverju fastsettu bili getur aftur á móti
haft töluverð hagræn áhrif ef þakið lendir fyrir neðan markaðsvexti. Þá
skapast ójafnvægi á fjármagnsmarkaði sem birtist í umframeftirspurn eftir
lánum. Og eins og ávallt þegar verðið getur ekki hækkað á mörkuðum til
þess að bregðast við skorti verður að grípa til skömmtunar af einhverj-
um toga. Við slíkar aðstæður á fjármagnsmarkaði verða bankar að velja
úr suma lántakendur en hafna öðrum á einhverjum forsendum. Önnur
leið er að lána mun lægri fjárhæð en hver og einn telur sig þurfa, ellegar
loka alveg á lánaviðskipti til ákveðinna aðila. Slíkt getur hæglega gerst ef
verðbólga hækkar og lyftir nafnvöxtum á markaði þannig að lögleyfðir
nafnvextir fela í sér neikvæða raunvexti. Þar með verður lánveitingin að
gjöf þar sem verðbólgan étur upp höfuðstólinn á kostnað lánardrottins en
skuldunautur þarf aðeins að greiða hluta lánsins til baka.
Í annan stað getur slíkt bindandi vaxtaþak leitt til þess að þeir hópar
sem hafa versta lánshæfið og hæsta áhættumatið detta út af sakrament-
inu í hinu formlega lánakerfi. Hér getur verið um að ræða tekjulága eða
eignalitla einstaklinga, ellegar fyrirtæki sem eru að hefja starfsemi eða hafa
bága veðstöðu.
38 Á frjálsum markaði ráðast nafnvextir vitaskuld af framboði og eftirspurn, en þó er
hægt að skipta vaxtamyndun á ríkisvöxtum í þrennt: raunvexti, verðbólguvæntingar
og áhættuálag sem oft er einnig kallað verðbólguálag (e. inflation premium). Sam-
kvæmt Fisher-jöfnunni eru þessir þrír þættir aðskildir og ráðast hver með sínum
hætti. Það er Nafnvextir = Raunvextir + Vænt verðbólga + Áhættuálag. Þegar síðan
er lánað til annarra aðila bætist við skuldaraálag (e. credit spread).
39 Sjá umfjöllun í Ásgeir Jónsson, Why Iceland, New york: McGraw-Hill, 2009, bls
149–161.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi