Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 51
50
Ef litið er til Íslands liggur fyrir að landsmenn hafa lengi búið við
ákvæði um hámarksvexti í lögbókum sínum en til að mynda eru í Grágás –
hinni fornu lögbók Þjóðveldisins – hámarksvextir ákveðnir 10%. 40 Síðar
þegar Íslendingar lutu danskri stjórn tóku þeir jafnframt upp dönsk ákvæði
um hámarksvexti sem virðast hafa miðað að neytendavernd. Á nítjándu öld
beindist slík löggjöf nær eingöngu að lánum með veði í fasteignum sem
máttu aðeins vera 4–6% að hámarki, en vextir af óveðtengdum lánum voru
frjálsir.41 Þessi munur á leyfilegri vaxtasetningu eftir því hvort um fast-
eignaveð var að ræða eða persónuveð hefur án efa valdið miklu um það hve
víxlar og ábyrgðarmenn voru fyrirferðarmiklir í bankaviðskiptum á Íslandi
á tuttugustu öld, eða allt frá því að Íslandsbanki hóf starfsemi árið 1904.42
Veðdeild Landsbankans hóf starfsemi árið 1900 og gaf þá út skulda-
bréfaflokka sem danskir fjárfestar keyptu.43 Á þeim tíma virðast hámarks-
vextirnir ekki hafa verið bindandi og landsmenn gátu fjármagnað hús-
byggingar á löglegum vöxtum. Þetta hins vegar breyttist með fullveldi
landsins 1918.
Hvert myntsvæði hefur sína eigin jafnvægisvexti sem ráðast af pen-
ingamálastefnu, verðbólgu, þjóðhagslegum stöðugleika og ýmsum öðrum
þáttum. Með fullveldinu 1918 varð íslenska krónan að sjálfstæðri mynt og
féll verulega í verði árið 1920 eftir mikla verðbólgu árin á undan. Þegar
íslenska myntsvæðið var skilið frá því danska hækkuðu jafnvægisvextir
þannig strax í kjölfarið enda hefur verðbólga allar götur síðan verið mun
hærri hérlendis en í danmörku. Það sést best á því að íslenska krónan var
jafngild þeirri dönsku árið 1918 en nú þarf rúmlega 1900 íslenskar krónur
til þess að kaupa eina danska (ef tekið er mið af myntbreytingunni 1980).
Það felur í sér að íslenska krónan hefur misst 99,95% af virði sínu gagnvart
þeirri dönsku á fullveldistímanum.
Eftir fullveldi urðu íslensk fasteignaskuldabréf óseljanleg í útlöndum og
gengu með miklum afföllum innanlands.44 Þessi miklu afföll sýna að raun-
40 Sjá Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson,
Mörður Árnason sáu um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 2001.
41 Sjá Einar Arnórsson, „Okur og skyld brot“. Tímarit lögfræðinga, 3. árg., 2. hefti,
1953.
42 Sparisjóðir – hlutverk og staða á fjármálamarkaði. Skýrsla rannsóknarnefndar um
rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, Reykjavík:
Alþingi 2014. Sjá http://www.rna.is/sparisjodir/frettir-og-tilkynningar/nr/143.
43 Sjá Magnús Jónsson „Ágrip af sögu bankanna á Íslandi“. Fylgiskjal ii við Álit
milliþinganefndar um bankamál 1925.
44 Sjá Magnús Jónsson „Ágrip af sögu bankanna á Íslandi“.
ÁsgeiR Jónsson