Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 53
52
okur í ljósi fjármálabælingar
Hin pólitíska tenging okurlánanna í Blöndalsbúð er einnig mjög lýsandi
fyrir fjármálaviðskipti á Íslandi á þessum tíma. Framkvæmdastjóri búð-
arinnar hét Gunnar Hall og er líklega einna helst minnst í dag fyrir að
hafa verið einn ákafasti bókasafnari þjóðarinnar en bókaskrá hans var gefin
út árið 1956 og var lengi eitt helsta uppflettirit um bókfræði á Íslandi.46
Í grein Jónasar, „Átján milljónir í Austurstræti“, er því haldið fram að tveir
helstu vildarvinir Gunnars væru þeir Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti,
og Hermann Jónasson, arftaki Jónasar sem formaður Framsóknarflokksins.
Hafi Gunnar fjármagnað kosningabaráttu Ásgeirs Ásgeirssonar og einnig
haft Hermann sem launaðan lögfræðiráðgjafa.47 Hér ber að nefna að þessir
tveir meintu vildarvinir – sem báðir höfðu eitt sinn verið samflokksmenn
Jónasar – voru helstu pólitísku óvildarmenn hans. Umfjöllun Jónasar um
okurlánarana var því auðsjáanlega ætlað að koma höggi á þá tvo en ef farið
er yfir útgáfu Ófeigs mátti heita að árásir á annan þeirra, ef ekki báða,
kæmu fyrir í hverju einasta tölublaði.
Ljóst er þó að frá þessum tveimur áhrifamiklu stjórnmálamönnum
lágu þræðir inn í hið ríkisrekna löglega bankakerfi þar sem Ásgeir var
bankastjóri Útvegsbankans á árunum 1938–1952 og Hermann varð lög-
fræðilegur ráðunautur Búnaðarbankans 1942 og formaður bankaráðs þess
sama banka á árunum 1943–1960. Báðir þessir bankar – Útvegsbankinn og
Búnaðarbankinn – höfðu ekki aðeins lánað Blöndalsbúð umtalsverðar fjár-
hæðir heldur ætluðu jafnframt að leggja fram fjármagn til þess að greiða
út kröfur okurlánaranna. Ásgeir hafði einnig ætlað að hjálpa til með því að
láta forsetaembættið kaupa hið mikla bókasafn Gunnars Hall og Hermann
sjálfur gekk svo langt að stjórna sjálfur viðræðunum við okurlánarana og
pína út úr þeim afslætti – að sögn Jónasar. Hermann kærði Jónas fyrir
meiðyrði í kjölfarið og það var að mati Jónasar einn helsti áhrifaþátturinn
í því hrinda rannsókn á okurmálunum af stað.48
Það er einnig mjög athyglisvert að í ræðu sinni við samþykkt þings-
ályktunar um skipun þingnefndar um rannsókn á okri þann 23. mars 1955,
sem áður er á minnst, gerði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra mjög
harða hríð að Búnaðarbankanum fyrir röng viðmið við úrlausn mála í
46 Sjá Gunnar Hall, Bókaskrá Gunnars Hall, Akureyri, 1956.
47 Sjá „Jón Hreggviðsson og glímukappi Austurstrætis“ Ófeigur Landvörn, 12. árg.,
3.–5. tbl., 1955.
48 Sjá „Jón Hreggviðsson og glímukappi Austurstrætis.“
ÁsgeiR Jónsson