Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 54
53
Blöndalsbúð. Sagði hann að það væri „ekki aðalatriði að firra lánastofn-
anir tapi heldur að grafa fyrir rætur fjármálaóreiðu“. Gat það vart talist
annað en hörð gagnrýni á formann bankaráðs Búnaðarbankans, Hermann
Jónasson, og í samræmi við það sem Jónas hafði haldið fram. 49 Þessu
undu framsóknarmenn illa. Tveim dögum síðar birti Tíminn leiðara undir
fyrirsögninni „Þarf ekki að rannsaka fleira en Blöndalsmálið?“ Þar segir
að dómsmálaráðherrann hafi verið mjög „langorður“ um Blöndalsmálið.
„En enginn skyldi halda, að það sé eina málið sinnar tegundar, sem nú er
á döfinni...“. Er síðan ýjað að ýmsum syndum sjálfstæðismanna í tengslum
við bankalánveitingar. Blaðið spyr síðan „hvort ekki sé eins rík ástæða til
að rannsaka skipti bankanna við mörg önnur fyrirtæki, þar sem sízt minni
óreiða og sukk hefir átt sér stað.“50 Vart er hægt að skilja annað en leiðara-
höfundur álíti stuðning dómsmálaráðherra við áðurgreinda þingsályktun-
artillögu – sem og ræðu við það tilefni – sem einhvers konar rýtingsstungu
eða griðrof sjálfstæðismanna gegn samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins svarar að bragði næstu helgi – laugardag-
inn 26. mars – birtir ádrepu þar sem Tíminn er í háðstón kallaður „must-
erisriddari“ í baráttu gegn „hverskonar óheilbrigði, braski og spillingu í
efnahagsmálum.“ Er þar haldið fram að Tíminn hafi orðið „fúll“ þar sem
hann hafi ekki kært sig um víðtæka rannsókn af okurmálunum.51
Einn angi af málefnum Blöndalsbúðar lá til Landsbankans og
Alþýðuflokksins. Einn af fjárhagslegum bakhjörlum hins dæmda Brands
Brynjólfsson var Baldvin Jónsson sem jafnframt var fulltrúi Alþýðuflokksins
í bankaráði Landsbankans (og raunar fulltrúi flokksins í ýmsum öðrum
nefndum, svo sem ríkisskattanefnd). Að sögn Þjóðviljans hafði Baldvin
gerst ábekingur á einhverjum víxlum fyrir Brand og mun undirskrift hans
hafa tryggt það bankarnir keyptu þessa gerninga og þá í raun fjármögn-
uðu okurlánastarfsemi þess síðarnefnda.52 Eins og áður hefur komið fram
höfðu hinir ágætu okurlánarar Blöndalsbúðar fallist á 40% eftirgjöf krafna
í sinna í Blöndalsbúð áður en málið komst í hámæli, og Brandur þar með
49 „Útrýma verður spilling ef um hana er að ræða – Stórathyglisverð ræða Bjarna Bene -
diktssonar, dómsmálaráðherra í Neðri deild Alþingis í gær.“ Morgunblaðið, forsíða,
42. árg., 68. tbl., 23. mars, 1955.
50 „Þarf ekki að rannsaka fleira en Blöndalsmálið?“ Tíminn, 39. árg., 69. tbl., 24. mars,
1955, bls 5.
51 Sjá Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, 42. árg., 272. tbl., 27. nóvember, 1955, bls.
9.
52 „Fulltrúi Alþýðuflokksins í Landsbankaráði grunaður um aðild að okurlánum”.
Þjóðviljinn, 20. árg., 220. tbl., 30. september 1955, forsíða.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi