Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 56
55
eða öðrum höftum á innflutningi. Er sú stefna kölluð innflutningsstað-
kvæmd (e. import substitution) þar sem markmiðið er að skipta út innflutt-
um vörum fyrir innlenda framleiðslu.57 Sums staðar er þessi stefna enn til
staðar í einhverju formi.58
Við upphaf kreppunnar miklu á fjórða áratugnum urðu vatnaskil í fjár-
málaþjónustu hérlendis eftir gjaldþrot eina einkabankans, Íslandsbanka,
árið 1930. Hinn fallni banki var tekinn yfir af ríkinu og endurreistur undir
nafninu Útvegsbankinn. Það sama ár var Búnaðarbankinn einnig stofn-
aður. Þannig mynduðu þessir nýstofnuðu bankar ásamt Landsbankanum
þriggja banka ríkiskerfi, þar sem hver banki hafði pólitískt bankaráð og
þrjá bankastjóra sem gjarnan höfðu pólitísk tengsl.59 Ári síðar eða 1931
voru síðan sett fjármagnshöft sem í raun lokuðu íslenska fjármagnskerf-
inu og festu enn betur í sessi hin nýju pólitísku viðmið í fjármálaþjónustu
hérlendis.60 Í sama anda voru, tveimur árum síðar, sett lög nr. 73/1933 um
bann við okri, dráttarvexti o.fl., sem festu hámarksvexti og afnámu þannig
vaxtafrelsi í landinu.
Ríkisbönkunum þremur var ætlað að styðja við fjármagnsuppbygg-
ingu í undirstöðuatvinnugreinunum – sjávarútvegi og landbúnaði – með
lánveitingum á mjög lágum vöxtum. Aftur á móti sat milliliðastarfsemi
svo sem verslun og þjónusta á hakanum og jafnframt áttu iðnfyrirtæki lít-
inn aðgang að fjármagni. 61 Hinar afskiptu atvinnugreinar brugðu á það
ráð að stofna sparisjóði á þéttbýlisstöðum til að fá sinn hluta af innlán-
unum. Þessum sparisjóðum var síðan breytt í banka þar sem starfsheimild-
ir sparisjóða voru mun þrengri en viðskiptabanka. Verslunarsparisjóðurinn
er gott dæmi um þessa þróun en hann var stofnaður 1956 – eða ári eftir
gjaldþrot Blöndalsbúðar – til þess gagngert að fjármagna verslunarrekstur
í landinu. Honum var síðan breytt í Verslunarbankann árið 1961. Það var
á svipuðum forsendum sem Samvinnusparisjóðurinn var stofnaður árið
1954 og breytt í Samvinnubankann 1963 og Sparisjóður alþýðu var stofn-
aður 1967 og breytt í Alþýðubankann 1971. Með þessu þrengdi sífellt að
57 Sjá James H. Street og dilmus d. James, „Structuralism, and dependency in Latin
America.“ Journal of Economic Issues, 16 (3), 1982, bls. 673–689.
58 Sjá til að mynda umfjöllun hjá Chang, Ha-Joon, Kicking Away the Ladder: Develop-
ment Strategy in Historical Perspective. London: Anthem Press, 2002.
59 Sjá nánari umfjöllun í Ásgeir Jónsson„Why iceland“, öðrum kafla.
60 Sjá Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson, „Áhættudreifing eða einangrun?
Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga“, Reykjavík:
Landssamtök lífeyrissjóða, 2014.
61 Sjá Rætur Íslandsbanka: 100 ára fjármálasaga.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi